Bautasteinn - 01.05.2018, Page 31
31
Hjónin Hreinn Eiríksson og Kristín Gísladóttir á Hornafirði:
Kynntust í Ævintýri á gönguför
Lífshættir fólks taka stöðugum stakkaskiptum í tímans
rás. Það er því alltaf fróðlegt að lesa viðtöl við eldri
borgara um fyrri tíma og lífshlaup þeirra. Hér fer á eftir
samantekt úr viðtali við heiðurshjónin Hrein Eiríksson og
Kristínu Gísladóttur, en þau hafa um langt skeið unnið
ötullega að vexti og viðgangi garðs og kirkju í Bjarnanes-
sókn. Þorvaldur Jón Viktorsson tók viðtalið en það birtist í
blaðinu Eystrahorni fyrir jólin 2014.
Ætt og uppruni
Hreinn fæddist á Miðskeri í Nesjum 10. mars 1931 og er
langyngstur fimm systkina en faðir hans átti lengi við
heilsubrest að stríða og lést þegar Hreinn var 6 ára. Lífið
hélt áfram þótt heimilisfaðirinn félli frá. Hin systkini hans
voru þá orðin stálpuð og vel liðtæk við bústörfin með
móður sinni en Hreinn var lengst af litla barnið á heimil-
inu. Árin liðu og brátt tók við almenn skólaganga og þegar
henni lauk voru systkinin farin að heiman nema Hreinn
og elsti bróðirinn, sem önnuðust að mestu leyti bústörfin.
Kristín er innfæddur Hafnarbúi, fædd 1940 og uppalin á
Grímsstöðum á Höfn, sem nú er Hafnarbraut 26. For-
eldrar Kristínar voru þau Regína Stefánsdóttir húsmóðir
og mikil kvenfélagskona og Gísli Björnsson sem lengst af
var rafveitustjóri á Höfn. Kristín á einn albróður, Baldur
Þessi mynd var tekin á brúðkaupsdaginn en Kristín og
Hreinn áttu 50 ára brúðkaupsafmæli árið 2014.
Hreinn hefur allt frá upphafi annast vel um kirkjuna í Bjarnanesi og umhverfi hennar.