Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 32
32
Gíslason, fyrrum skólastjóra Tækniskóla Íslands en fyrir
átti Gísli fjögur börn með fyrri konu sinni Arnbjörgu sem
lést fyrir aldur fram. Hálfsystkinin voru 14-20 árum eldri
og þótti Krístínu mikið til þeirra koma.
Leiklistin leiddu þau saman
Hreinn fluttist að heiman um þrítugt og fór að vinna á
Trésmíðaverkstæði Guðmundar Jónssonar á Höfn og vann
þar í sex ár. Á þeim árum giftist hann Ragnheiði Malm-
quist og eignuðumst þau þrjú börn. Þau slitu samvistir
eftir nokkur ár. Síðar kom Kristín inn í líf hans en þau
kynntumst í gegnum leikstarfsemina en léku bæði í
Ævintýri á gönguför og urðu fljótt ákaflega náin og gengu
í hjónaband árið 1964. Kristín og Hreinn bjuggu fjögur ár í
Reykjavík þar sem Kristín kenndi í Laugarlækjarskóla og
Hreinn vann við smíðar og lauk prófi úr Iðnskólanum.
Regína, elsta barn þeirra fæddist í Reykjavík 1966 og
fluttist með þeim á Moskovits til Hornafjarðar norður-
leiðina, því Skeiðará var óbrúuð. Hún sat í bílstól, sem
þætti ekki mjög vandaður nú til dags, hún gat skriðið upp
úr honum og lagst fyrir framan afturgluggann, en sem
betur fer var umferðin hvorki mikil né hröð þá! Fluttu
þau þá strax í Nesjaskóla, sem þá var í örum vexti sem
heimavistarskóli og sóttu hann unglingar úr sveitum
sýslunnar og stundum að austan líka. Á þessum árum
komu yngri börn þeirra hjóna í heiminn, Steingerður og
Pálmar, auk lítils drengs sem dó á öðrum sólarhring.
Hreinn og Kristín bjuggu á tveimur stöðum í gamla hluta
skólans við þröngan kost og voru ákaflega glöð þegar
nýja heimavistin var risin og fengu þar afbragðs íbúð. Á
þessum tíma byggði Hreinn núverandi heimili þeirra í
Nesjahverfi, sem þau fluttu í árið 1979.
Skóla- og félagsmálastörf
Kristín kenndi við Nesjaskóla í 39 ár þar af 10 sem
skólastjóri og átti þar margar góðar stundir. Kristín segir
að henni hafi þótt mjög mikils virði að hafa Hrein á sama
vinnustað, bæði sem smíðakennara og seinna í heilu
starfi. Hreinn veitti sér síðan þann munað að taka
kennarapróf þegar hann var 60 ára, sagðist í gríni hafa
orðið að gera það þegar konan hans var orðin skólastjóri
svo hún þyrfti ekki að segja honum upp! Þau störfuðu
síðan við nýjan Nesjaskóla en hann sóttu öll börn frá
Höfn, Nesjum, Mýrum og Lóni á aldrinum 6-8 ára og var
Hreinn þar aðstoðarskólastjóri en Kristín sérkennari.
Hreinn segir að á sínum ungdómsárum hafi ungmenna-
félagshreyfingin lifað sitt blómaskeið með reglulegum
fundarhöldum þar sem rædd voru hin ýmsu framfaramál.
Þar fékk margur unglingurinn æfingu í að koma skoð-
unum sínum á framfæri undir leiðsögn sér eldri og
reyndari manna. Þar lærðu menn skipulögð vinnubrögð,
fundarstjórn og fundarreglur og þar gafst líka kostur á að
flytja texta í bundnu og óbundnu máli fyrir fundarmenn.
Leiklistaráhuginn hefur fylgt þeim hjónum alla tíð.
Hreinn lék mörg eftirminnileg hlutverk en Kristín var
fremur að aðstoða leikstjórann. Síðustu árin hafa þau
hjónin farið nokkrum sinnum með vinum sínum til
Reykjavíkur til að fara í leikhús. Þau segjast flakka
töluvert um landið og til útlanda líka, því þau viti ekkert
unaðslegra en að hitta börn og barnabörnin sex og svo
litla langömmu- og afastrákinn. Það er því auðséð að þau
hjónin hafa nóg fyrir stafni.
Stuðlabergsdrangarnir varða inngönguna í garðinn í
Bjarnanesi.
Minnismerkið um gömlu kirkjuna í Bjarnanesi setur svip á
staðinn.