Bautasteinn - 01.05.2018, Síða 34

Bautasteinn - 01.05.2018, Síða 34
34 Hann gekk inn um garðshliðið. Sólin var komin hátt á loft. Gróðrarilmur úr jörðinni. Nokkrir þrestir sátu í trjánum og sungu. Hann þrammaði löngum skrefum niður stíginn. Gljúp mölin lét undan með hvissandi marri eins og verið væri að kvelja kött. Gráyrjóttur frakkinn var fráhnepptur og flaksaðist til og frá í takt við rauðan trefilinn og sítt hárið. Göngulagið var þyngslalegt og slangrandi en þó undar- lega kraftmikið. Há trén skyggðu á sólina en geislarnir komust í gegn á stöku stað og sáldruðu gullnu ljósi yfir manninn á ferð milli leiðanna. Hann hægði á sér, nam staðar og litaðist um. Það rumdi í honum um leið og hann hélt aftur af stað og beygði til vinstri niður í mót. Hann gekk hægar og skoðaði legstein- ana á leiðinni. Hikaði. Leit til baka. Hélt áfram. Allt í einu blasti það við. Þrír gráir steinkrossar sem stóðu hátt, sá í miðjunni stærstur. Dauft bros færðist yfir fölt andlitið og hrukkurnar dýpkuðu. Hann gekk ákveðnum skrefum fram hjá krossunum þremur, inn þröngan stíginn á milli leiðanna. Beygði sig niður, bærði varirnar um leið og hann las. Hallaði sér hálfboginn fram og studdi hendi á legsteininn. Steinn Steinarr skáld. Hann lét fallast niður í grasið. Horfði lengi á stafina. Loks seildist hann í vasann á frakkanum. Tók upp hálffullan fleyg. Skrúfaði tappann hægt af og fékk sér vænan sopa. Að því búnu færði hann sig nær legsteininum, strauk yfir stafina, þreifaði í steinsárið: f. 13. 10. 1908 - d. 25. 5. 1958. - Ég er kominn hingað til þess að deyja, Steinn. Málrómurinn var grófur, hryglukenndur. Hann skók krepptan hnefann nokkrum sinnum áður en hann rétti úr handleggnum og opnaði greipina. Í lófanum lá lítið glas með glærum vökva. Hann kreppti hnefann aftur utan um glasið og hló dimmum, hásum hlátri. - Eins og þú veist, Steinn, þá hef ég aldrei ort neitt af viti nema þessi örfáu ljóð þarna í upphafi. Þeir sögðu að ég væri arftaki þinn. Arftaki. Hann hnussaði. Af hverju skrifaði ég aldrei neitt almennilegt eftir það? Segðu mér það, Steinn. Þú manst að ég kom hingað eftir fyrstu bókina. Eftir ræðurnar. Veisluhöldin. Kannski sagði ég eitthvað þá sem ég átti ekki að segja. Ég var hátt uppi. Hafði fengið viðurkenningu. Verið hampað. Það var sláttur á mér þá nótt. En samt kom ég hingað til þess að votta þér virðingu mína og aðdáun. Þú manst það, Steinn. Ef til vill hefði ég ekki átt að segja það sem ég sagði. Að ég ætlaði að verða mesta skáld Íslands. Meira en þú. Betra en þú. Ég hef oft reynt að þurrka þessi orð út. Láta sem þau hefðu aldrei verið sögð. En þau voru eins og brennimerkt í minni mitt. Hann stundi, teygði sig í fleyginn í grasinu og saup á. - Já, hvað gerðist svo, Steinn? Það er góð spurning. Ég gaf út bækur. Það vantaði ekki. Eina eftir aðra. En þetta var allt innantómt blaður eins og þú veist. Ég sá þig oft fyrir mér, hlæjandi hæðnislega að þessu pródútti. Þú einn vissir það. Þú og ég. Ég átti mér mína áhangendur sem héldu að ég væri þeirra maður. Myndi tala þeirra máli. Styðja hugsjónir þeirra. Hugsjónir. Þetta voru þá hug- sjónir. Allt farið til helvítis. Hann hélt enn þá á pelanum í hendinni, bar hann upp í birtuna. Kinkaði kolli. Skrúfaði tappann á og stakk honum í vasann. Ekki meir, ekki meir. Hann þurfti að geyma sér afganginn til sérstakra nota. - Það verður að segjast eins og er, Steinn, að eftir þessa ferð til þín fyrir tuttugu árum var ég aldrei hamingju- samur maður. Aldrei. Hvað var það, Steinn? Mig langar til að vita það áður en ég dey. Af hverju? segirðu. Af hverju hvað? Af hverju vil ég deyja núna? Er ekki nógur tíminn? Smásaga Í kirkjugarði

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.