Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 36

Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 36
36 Möðruvallakirkja í Eyjafjarðarsveit er í um 27 km akstursfjarðlægð frá Akureyri og þeir sem leið eiga um sveitina ættu að stalda við á kirkju- staðnum og skoða það sem fyrir augu ber. Víðsýnt er einnig af hlaðinu á Möðruvöllum um framanverða sveitina og ekki síst á fjallgarðinn vestanvert. Við Möðruvallakirkju er klukknaport sem talið er vera frá um 1780. Klukknaport voru algeng fyrr á öldum og fá hafa varðveist fram á þennan dag. Klukknaportið við Möðruvallakirkju virðist hins vegar hafa varðveist í aðalatriðum í sinni upprunalegu mynd. Samkvæmt lýsingum sem til eru hefur þakinu á portinu verið breytt á síðari tímum og er nú ásaþak á portinu en var sperruþak áður. Þá var upphaflega hlaðið torfi að portinu en undir lok 19. aldar var sett grjóthleðsla í stað torfsins. Viðhald á portinu hefur verið reglulegt og endurnýjaður í því viður eftir því sem hann hefur fúnað. Klukkurnar í portinu eru þrjár. Sú elsta er frá árinu 1769, önnur er frá 1799 og sú þriðja er nokkuð yngri, eða frá árinu 1867. Höfðingjasetur frá fornu Möðruvellir eru sögufrægur staður en hann sat á söguöld Guðmundur Eyjólfsson ríki, einn valdamesti höfðingi landsins í lok 10. aldar og byrjun þeirrar 11. Talið er að Guðmundur þessi hafi fyrst látið byggja kirkju á staðnum. Seinna sat á Möðruvöllum annar nafntogaður höfðingi, Loftur ríki Guttormsson. Núverandi kirkja á Mörðuvöllum var vígð 1848, ein þeirra kirkna á landinu sem eru turnlausar og vekja athygli sem slíkar. Þrisvar hefur tæpt staðið með þetta fallega guðshús í ofveðrum, síðast árið 1972 þegar kirkjan fauk til á grunni sínum en þá kom til álita að hún yrði tekin niður. Svo varð þó ekki og var gert við undirstöður og húsið sjálft og var því verki lokið að fullu og kirkjan endurvígð 1988. Var þá aftur kominn í kirkjuna merkasti gripur Möðruvellir í Eyjafjarðarsveit Klukknaport og merk kirkja Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Möðruvallakirkja í Eyjafjarðarsveit og klukknaportið merka framan hennar.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.