B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 2
2 B+ fréttabréf biblíufélagsins
Þekking í verki
©
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Jón Pálsson
V
ið sem erum í Biblíufélaginu
segjum stundum með nokkru
stolti að félagið okkar sé elsta
starfandi félag landsins en
það var stofnað 10. júlí 1815. Tilgang-
urinn með starfi þess hefur ætíð verið
hinn sami „að vinna að útgáfu, út-
breiðslu og notkun Biblíunnar“. Þegar
Biblíufélagið var stofnað voru ekki
margar Biblíur til í landinu og því
lagði félagið megináherslu á þýð-
ingu hennar, prentun og dreifingu.
Félagið vann ötullega að því starfi með
útkomu nýrra þýðinga árin 1841, 1866
og 1912. Þessi mikli kraftur í þýðingar-
og útgáfustarfsemi á þessum árum
endurspeglaði þörfina fyrir Biblíu á
tungumáli sem fólk skildi og að boð-
skapur hennar væri aðgengilegur
öllum. Smám saman varð Biblían
almenningseign og til á svo til hverju
heimili í landinu.
Ný þýðing Biblíunnar kom svo út
árið 2007. Og nú þegar fólk er komið
með hana í hendur viljum við hjá
Biblíufélaginu að hún sé lesin og fólk
þekki boðskap hennar. En því miður
virðist nokkuð skorta upp á það. Fram-
haldsskólakennarar hafa t.d. orðið varir
við að nemendur þekkja lítið til efnis
Biblíunnar. Öll þau áhrif sem Biblían
og kristnin hafa haft í gegnum tíðina á
menningu okkar og mannlíf eru þessu
unga fólki sem lokuð bók.
Það er brýnt og viðamikið verkefni
að efla þekkingu á Biblíunni. Í því
sambandi hefur verið bent á að mikil
þörf sé fyrir skýringarrit um Biblíuna
til að hjálpa þeim sem þekkja hana
lítið að nálgast hana og skilja. Félagið
er byrjað að feta sig inn á þá braut með
sérstakri heimasíða Biblíunnar: www.
biblian.is. Þar er smátt og smátt verið
að bæta inn efni sem tengist Biblíunni
og m.a. sýnir þau margvíslegu áhrif
sem hún hefur haft auk skýringa við
texta hennar. Von félagsins er að geta
síðarmeir gefið út Biblíu með ítarlegum
skýringum.
Með þátttöku sinni á vettvangi Samein-
uðu biblíufélaganna leggur félagið sitt
af mörkum til að hjálpa þeim sem ekki
eiga Biblíuna á sínu tungumáli til að
eignast hana. Í hvert skipti sem Biblían
er þýdd á nýtt tungumál fjölgar þeim
sem eiga kost á að kynnast boðskap
hennar. Og eins og sjá má hér í blaðinu
af samantekt frá Sameinuðu biblíu-
félögunum yfir dreifingu á Biblíunni og
biblíuhlutum fyrir árið 2007 er starfið
umfangsmikið og tölurnar ótrúlega
háar. 391 milljón eintökum af Biblíum,
testamentum og biblíuhlutum var
dreift á vegum Sameinuðu biblíufélag-
anna árið 2007. Þekkingin á Biblíunni
breiðist nú út með miklum hraða á
suðurhveli jarðar.
En slíkar tölur segja ekki allt og út-
breiðsla Biblíunnar snýst ekki að-
eins um tölur. Það er auðvelt að telja
eintökin sem fara út af lager Biblíu-
félaganna, en erfiðara að mæla áhrifin
sem Biblían hefur á líf þeirra einstak
linga sem hún snertir. Umfjöllunin
hér í blaðinu af starfi Biblíufélaganna
á Jamaíka og í Kongó sýnir hvernig
Biblíufélögin eru reiðubúin að bregðast
við þar sem neyð ríkir. Þar sem aðstæð-
urnar geta varla verið skelfilegri og
þar sem þörfin fyrir hjálp, umhyggju
og kærleika er mest knýjandi. Allt það
starf sem þar er unnið byggist á Orði
Guðs og þeirri staðföstu trú að Guðs
Orð sé þess megnugt að reisa við og
lækna öll sár. Það miðlar ekki aðeins
þekkingu heldur líkn.
Páll postuli skrifar í Rómverjabréfinu
8.38–39:
Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði
né líf, englar né tignir, hvorki hið yfir
standandi né hið ókomna, hvorki kraft-
ar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað
muni geta gert okkur viðskila við kærleika
Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vor-
um.
Það er með þessa trú og vissu sem
starfsmenn Biblíufélaganna á Jamaíka
og í Kongó ganga út til fólksins og
inn í aðstæður þess. Því boðskapur
Biblíunnar á erindi við þá smæstu
og smáðu. Og hann er þess megn-
ugur að vekja nýja von og nýtt líf. Við
í Biblíufélaginu viljum leggja þessu
starfi félaga okkar á Jamaíka og í Kongó
lið og treystum sem fyrr á stuðning
ykkar, félagsmanna og stuðningsaðila.
Með kærri þökk fyrir allt ykkar framlag
til útbreiðslu Orðsins í gegnum tíðina.
Jón Pálsson,
framkvæmdastjóri HÍB