B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 10
10 B+ fréttabréf biblíufélagsins
©
B
ib
lí
uf
él
ag
H
on
g
Ko
ng
©
N
ic
ol
as
S
aw
ad
og
o
Erkibiskupinn af Bobo Dioulasso í Burkina Faso,
Anselme Titiama Sanou (hægri), og séra Job Dao,
forseti Christian Alliance Church, kynna nýju Júla-
Biblíuna 15. nóvember síðastliðinn.
Nú geta bókmenntir orðið til
á Jula-máli.“ Þannig mælti
Anselme Titiama Sanou, kaþ-
ólski erkibiskupinn í Bobo Dioulasso,
annarri stærstu borg Burkina Faso, 15.
nóvember sl. þegar Biblían kom út á
Jula-máli. Emmanuel Goabga, fulltrúi
menntamálaráðuneytisins, tók í sama
streng. „Þessi nýja Biblía er stórt skref
til að efla lestur og ýtir undir að fólk
læri að lesa.“ Hann hvatti Biblíufélagið
til að gera Biblíuna aðgengilega sem
víðast þannig að sem flestir gætu eign-
ast eintak af henni.
Jula er tungumál í viðskiptum og
notað um alla vestanverða Afríku.
Það er einnig aðaltungumálið í Bobo
Dioulasso og raunar víðar í öllum suð-
vesturhluta landsins. Í Burkina Faso
talar rúmlega ein milljón manna Jula.
Kristnu söfnuðirnir lýstu gleði sinni
og eftirvæntingu yfir því að hafa eign-
ast Biblíu á eigin tungumáli með
bæn, söngvum og dansi. Hápunktur
athafnarinnar var þegar Biblían var
borin inn af fulltrúum kaþólsku kirkj-
unnar og kirkjum mótmælenda. Hópur
stúlkna fór fyrir þeim og dansaði þjóð-
dansa. Síðan voru forstöðumönnum
safnaðanna afhent fyrstu eintökin af
Biblíunni.
Jula-Biblían er afrakstur 23 ára þýð-
ingarstarfs sem allar kirkjur landsins
sameinuðust um. Biblíufélagið í Burk-
ina Faso hafði yfirumsjón með starfinu
og Sameinuðu biblíufélögin studdu það
bæði fjárhagslega og með ráðgjöf þýð-
ingarsérfræðinga.
K
omið og heyrið hvað Biblí
an segir okkur í dag!“ Þannig
hljómaði boð Biblíufélagsins í
Hong Kong á sýningu sem það
setti upp í fjölfarinni verslunarmið-
stöð nýlega. Þessi viðburður var einn af
mörgum sem félagið stóð fyrir á síðasta
ári til að kynna Biblíuna undir yfir
skriftinnni „Bókin sem breytir lífinu“.
Það er ekki á hverjum degi sem biblíu
félag fær sýningarpláss í vinsælli versl-
unarmiðstöð og enn sjaldgæfara að fá
það endurgjaldslaust í eina viku. Þetta
var því einstakt tækifæri og starfsfólk
Biblíufélagsins í Hong Kong staðráðið í
að nýta það til hins ýtrasta. Skilaboðin
sem félagið vildi koma á framfæri við
fólk var að Biblían væri ekki úrelt bók,
erindi hennar væri jafnmikilvægt nú
og áður og að það væri megnugt að
breyta lífi fólks.
Í framhaldi af sýningunni í verslunar-
miðstöðinni hefur hún síðan verið
boðin kirkjum, skólum og félagsmið-
stöðvum við góðar undirtektir. Jafn-
framt ætlar félagið að reyna að fá að
setja sýninguna upp á fleiri opinberum
stöðum.
Þessi áhersla á Biblíuna sem bókina
sem breytt getur lífi fólks styrktist enn
frekar eftir að félagið efndi til nokk-
urs konar samkeppni um reynslusögur
fólks af því hvað Biblían hefði gert
fyrir það. Því bárust yfir þúsund sögur
sem margar gáfu áhrifaríka innsýn í
áhrifamátt Guðs Orðs. Flestar sögurnar
fjölluðu um það hvernig tiltekin biblíu
vers urðu ljóslifandi í huga fólks þegar
það átti í erfiðleikum.
Loretta Li, starfsmaður Biblíufélagsins
í Hong Kong, sagðist snortin yfir öllum
vitnisburðinum sem reynslusögurnar
endurspegluðu. „Það var athyglis
vert að sjá hvernig Guð talar til ungs
fólks og þeirra sem eiga í erfiðleikum.
Ekki fer á milli mála að Orð Guðs veitir
leiðsögn og huggun á úrslitastundu í
lífi fólks. Okkar markmið er að hvetja
alla til að lesa í Biblíunni og hugleiða
boðskap hennar, þannig að þegar erfið
leikar steðja að muni fólk eftir vers-
unum sem það hefur lesið.“
Sýningarspjöld í Tai Koo Shing City Plaza verslunarmiðstöðinni í Hong Kong sem Biblíufélagið þar í landi setti upp
í nóvember síðastliðnum.
Hong Kong
Bókin sem breytir lífinu
Sögulegur viðburð-
ur í Burkina Faso