B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 5

B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 5
fréttabréf biblíufélagsins B+ 5 „Björgum börnunum“ Biblíufélagið í Vestur-Indíum stendur nú fyrir söfnunar átaki á Jamaíka undir yfi r skriftinni „Björgum börnunum“. Verkefnið felur í sér að dreifa heilagri ritningu meðal barna og ungmenna í fátækrahverfum landsins. Félagið dreifi r Biblíum í yfi r 900 grunnskóla og stendur m.a. straum af kostnaði við rekstur götu-sunnudagaskóla í höfuðborginni, Kingston. söfnunarátak fyrir jamaíka Orð Guðs: Von barna í fátækrahverfum Jamaíka Framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Vestur-Indíum, séra Courtney Stewart, er ekki í minnsta vafa um mikilvægi verkefnis félagsins sem hefur að mark- miði að ná til barnanna sem búa við stöðugan ótta í fátækrahverfum lands- ins þar sem glæpatíðnin er einhver sú hæsta í heiminum. „Börnin sem alast upp við ofbeldi og glæpi í fátækrahverfum borganna fi nna stöðugt fyrir höfnun og að þau séu einskis virði. Við verðum að sýna þeim að til er önnur leið – leið vonar.“ Undir heitinu „Björgum börnunum“ er Biblíufélagið í samstarfi við ýmis kristin trúfélög og hjálpar samtök um að koma 10 þúsund Biblíum á ári til fólks sem sárlega þarfnast styrks og leiðsagnar um hvernig byggja á betri framtíð. Framtíð barnanna sem búa við þessar slæmu aðstæður er sér- stakt áhyggjuefni og meginmarkmið verkefnis ins er að bæta stöðu þeirra. „Ofbeldi er harður veruleiki sem mörg © larry JerdenBörn í Rousseau Parish skólanum í Kingston, höfuðborg Jamaíka. 

x

B+

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: B+
https://timarit.is/publication/2038

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.