B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 11

B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 11
fréttabréf biblíufélagsins  B+   11 Því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael. Með þessum orðum Símeons úr Lúkasarguðspjalli 2.30–32 lýsti Laarba Kombaté, sem kominn er hátt á níræðisaldur, gleði sinni yfir því að fá loksins að sjá bók- ina Yiesu Labarmann Mual Ni, þ.e. Nýja testamentið, á móðurmáli sínu, Mual. Mikil eftirvænting ríkti 18. október síð- astliðinn í þorpinu Nano í Tógó. Moba- þjóðflokkurinn var að bíða eftir Nýja testamentinu og fjölmörgum gestum sem væntanlegir voru til að fagna útkomu þess með þeim. Þetta voru fulltrúar ýmissa félaga og samtaka sem tekið höfðu þátt í þýðingarstarf- inu eða stutt það fjárhagslega. Mesta gleðin braust út þegar bíll Biblíufélags- ins í Tógó kom með eintökin af Nýja testamentinu sem fólkið hafði beðið svo lengi eftir. Allir, ungir sem aldnir, vildu verða vitni að þessum viðburði. Vegna mannfjöldans sem safnast hafði saman var dagskráin flutt úr kirkjunni og út á leikvöll barnaskólans, sem er í miðju þorpinu. Fulltrúar frá kirkjum landsins voru mættir og ræður haldnar. Lúterska kirkjan og Biblíufélagið stóðu að þýð- ingunni, en starfið hófst árið 1995. Það var því ærin ástæða til að fagna. Séra Wolanya Amégah, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Tógó, lýsti 18. október sem „jóladegi“ hjá Moba-Mual þjóð- flokknum af þessu tilefni.  Útbreiðsla og dreifing á Biblíunni hefur verið meginstoðin í starfi biblíufélaga síðustu tvær aldir. Árið 2007 var engin undantekning. Samantekt Sameinuðu biblíufélaganna fyrir það ár var birt fyrir nokkru. Sami vöxtur var á dreifingu Biblíunnar og árið þar á undan og jókst hún um 5% á milli ára eða upp í næstum 27 milljónir eintaka. Dreifing Biblíunnar er aðeins hluti af heildarmyndinni. Testamenti, biblíu- hlutar eða biblíuúrval er einnig stór hluti af dreifingarstarfinu. Biblíufélögin vinna við mjög mis- jafnar aðstæður og reyna stöðugt að laga útgáfur sínar að þörfum fólks á hverjum stað. Heildarfjöldinn sem Biblíufélögin dreifa er þannig raunar ótrúlega mikill eða rúmlega 391 milljón eintaka, en það samsvarar einu eintaki á hvern einstakling í Suður-Ameríku. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan bregðast Biblíufélögin við ólíkum þörfum einstaklinga og samfélaga með beinum hætti. Sú staðreynd að dreifingin jókst hraðast í löndum á suðurhveli jarðar endurspeglar hinn öra vöxt kirkjunnar þar. Áhersla margra Biblíufélaga á að samtvinna biblíulestur og lestrarkennslu má sjá að baki hinu mikla magni biblíuúrvals sem dreift var. Tölurnar sýna með skýrum hætti að markmiðið sem Sameinuðu biblíufélögin settu sér fyrir rúmum 200 árum, að vinna að útbreiðslu Biblíunnar, er ennþá meginkjarninn í starfsemi þeirra. Hin tvö markmiðin eru að þýða Biblíuna á fleiri tungumál og auka notkun hennar. Tölurnar sýna á hinn bóginn ekki fórnfýsina og bar- áttuna að baki þessum markmiðum og ekki heldur viðtökurnar, en um það mætti hafa mörg orð. Um þessar mundir vinna Sameinuðu biblíufélögin að 650 þýðingarverk- efnum víðsvegar um heiminn.  © Maurice HarveySjálfboðaliði að störfum í vörugeymslu Biblíufélagsins í Belem, Brasilíu. 5% aukning í útbreiðslu Biblíunnar annað árið í röð Sameinuðu biblíufélögin Dreifing Sameinuðu biblíufélaganna 2007 B iblíur T estamenti B iblíuhlutar B iblíuúrval S amtals Alls 26.996.323 13.093.502 24.400.829 326.637.806 391.128.460 A fríka 4.471.358 441.284 1.997.087 7.141.088 14.050.817 A meríka 11.383.264 2.312.442 10.144.959 257.966.990 281.807.655 A sía og Kyrrahafslönd 8.927.621 8.226.678 10.268.188 60.016.853 87.439.340 E vrópa og Miðausturlönd 2.214.080 2.113.098 1.990.595 1.512.875 7.830.648 © M ac ai re Gb i kp i Laarba Kombaté heldur stoltur á Nýja testamentinu á móðurmáli sínu, Mual, 18. október síðastliðinn. Fagnað í Tógó

x

B+

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: B+
https://timarit.is/publication/2038

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.