B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 15
fréttabréf biblíufélagsins B+ 15
Og þeir sögðu hvor við annan: „Brann ekki
hjartað í okkur meðan hann talaði við okkur
á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningun
um?“ Þeir stóðu samstundis upp og fóru aftur
til Jerúsalem. Þar fundu þeir þá ellefu og þau
er með þeim voru saman komin, en þau sögðu:
„Sannarlega er Drottinn upp risinn og hefur
birst Símoni.“ Hinir sögðu þá frá því sem við
hafði borið á veginum og hvernig þeir höfðu
þekkt hann þegar hann braut brauðið.
Lúkasarguðspjall 24.32–35
unni. Á þessum fyrri hluta kirkjuársins,
hátíðamisserinu, fylgjum við lífi Jesú
og krossferli til dýrlegrar upprisu hans
og himnafarar og þiggjum gjöf heilags
anda. Markmiðið er ekki upprifjun á
sögulegum minningum eða að dvelj-
ast í skjóli minninga. Markmiðið er að
lifa sögu Jesú, fæðast með honum, þjást
með honum, deyja eigingirni og öllu
ljótu til þess að rísa upp með Jesú til
nýs lífs í endurnýjun heilags anda.
Inntak kristins helgihalds
Á hátíðalausa misseri kirkjuársins,
sunnudögunum eftir þrenningarhátíð,
er íhugunarefnið vöxtur kristnilífsins:
Hvernig vöxum við í Kristi? Hvernig vex
Kristur í okkur?
Inntak kristins helgihalds er að lifa
sögu Jesú Krists sem er sögð í Nýja
testamentinu. Hún er engin venjuleg
saga. Hún er fagnaðarerindi, gleði
boðskapur. Nafnið Jesús merkir Drott-
inn frelsar. Jesús er Immanúel: Guð
með oss.
Guð með oss, fyrir oss!
Þetta er útskýrt strax á fyrstu blað
síðum Nýja testamentisins. Guð kemur,
ríki hans er í nánd, Guð er frelsari, Guð
er Guð með oss og fyrir oss! Þetta eru
áhersluatriði fagnaðarerindisins. Guð
flýr ekki þjáningu mannlífsins heldur
samsamar sig henni. Þar með tekur
hann á sig þjáninguna, ber hana með
okkur og fyrir okkur. Og dýrðina sína
gefur hann okkur.
Biblían uppistaða helgihaldsins
Gamla testamentið er líka saga Jesú.
„Novum Testamentum in Vetere latet,
Vetus in Novo patet,“ sagði Ágústín
us kirkjufaðir — Nýja testamentið er
fólgið í hinu Gamla, Gamla testamentið
opnast í hinu Nýja. Þess vegna er líka
lesið úr Gamla testamentinu í kristnu
helgihaldi.
Jesús er miðja og kjarni Biblíunnar.
Jesús er miðja og kjarni kristins
helgihalds.
Þar af leiðandi er Biblían uppistaða
kristins helgihalds.
Tilgangur og markmið kristnilífsins
Frásagan af Emmausförunum í
Lúkasarguðspjalli (Lúk 24.13–35) er í
raun frásögn af kristinni guðsþjónustu.
Eins og Emmausfararnir er kirkjan,
kristinn söfnuður, fólk á ferð með Jesú.
Í helgihaldi sínu biður söfnuðurinn
Jesú að ljúka upp ritningunum og koma
til sín á síðum hennar og þegar hann
lýkur ritningunum upp birtist hann
þar sem frelsari, Immanúel. Við borðið
sér söfnuðurinn Jesú „svo sem í líking
skærri“. Þannig þiggur kristinn söfnuð
ur í helgihaldi sínu leiðsögn, upplýs-
ingu og helgun til að þjóna Drottni Jesú
og útbreiða elsku hans en það er til-
gangur og markmið kristnilífsins.
Þetta málverk eftir Títían, málað
1512, nefnist á latínu Noli me
tangere eða „Snertu mig ekki!“
– orðin sem Jesús mælti til Maríu
Magdalenu þegar hún mætti honum í
garðinum eftir upprisuna. Málverk sem
lýsa þessum samfundum þeirra bera
flest þetta nafn.
Tiziano Vecelli, betur þekktur sem
Títían, fæddist að öllum líkindum á
árunum milli 1485 til 1490 og dó 1576.
Samtímamenn hans lýstu honum sem
„sólinni á meðal stjarnanna“ (en það
er tilvísun í síðustu orðin í Paradiso
eða „Hina guðdómlegu kómedíu“ eftir
Dante). Títían þótti einn fjölhæfasti
málari meðal ítalskra málara, jafnvígur
á að mála portrett- og landslagsmyndir
og hafði goðfræðileg og trúarleg við-
fangsefni fullkomlega á valdi sínu.
Hefði hann dáið fertugur að aldri hefði
hann eigi að síður verið álitinn einn
áhrifamesti listamaður síns tíma. En
hann lifði í hálfa öld lengur og breytti
stíl sínum svo mikið að sumir gagnrýn-
endur neita að trúa því að sami maður
hafi gert elstu og yngstu verk hans. Það
sem þó sameinar verk hans frá þessum
tveimur tímabilum er hin „djúpa“
áhersla hans á litinn.
Af heimasíðu Biblíunnar
www.biblian.is
Flokkur: Listasaga
Efni tengt 20. kapítula Jóhannesarguð-
spjalls
„Snertu mig ekki!“
biblíuvefurinn