B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 6

B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 6
6   B+  fréttabréf biblíufélagsins þessara barna búa við og þau eru oft skelfingu lostin yfir því sem þau sjá,“ útskýrir séra Stewart. „Og það er einnig önnur ástæða fyrir því hvers vegna við þurfum svo nauðsynlega að ná til þeirra. Margir hinna fullorðnu eru bæði ólæsir og óskrifandi, og með því að ná til barnanna munu foreldrar þeirra jafnframt fá að heyra Guðs orð.“ Samstarf við önnur samtök lykilatriði Í mörgum þessara samfélaga er ekki auðvelt fyrir ókunnuga að vera meðteknir og fá aðgang að fólk- inu. Það er þess vegna lykilatriði fyrir Biblíufélagið að vera í samstarfi við kristin samtök á staðnum sem þegar hafa unnið sér traust á meðal íbúanna. Þetta hefur þegar skilað ár- angri, segir séra Stewart. „Það er mjög hvetjandi fyrir starf okkar þegar við sjáum raunverulegan árangur. Og við höfum bæði séð og heyrt hvernig starf okkar við að útvega Biblíur og biblíulestra fyrir kristin samtök sem vinna með ungu fólki og börnum sem eiga foreldra sem smitaðir eru af hiv og aids, eða eru jafnvel sjálf smituð af sjúkdómnum, hefur skilað miklum árangri. Orð Guðs hefur talað af krafti til þessa unga fólks og fjöl- skyldna þeirra og umbreytt lífi þeirra til góðs. Börn og ungmenni, eins og þau sem búa í fátækrahverfum borg- anna, eru okkar fólk. Við þurfum að ná til þeirra og hjálpa þeim og þeim verður ekki hjálpað fyrr en þau hafa fengið Guðs orð. Þetta er tilgangur allra Biblíufélaga heimsins, að koma Biblíunni til þeirra sem þarfnast Guðs orðs hvað mest.“ Sunnudagaskólar í fátækrahverfum Ein af þeim kristnu samtökum sem Biblíufélagið á Jamaíka er í samstarfi við hefur að markmiði að ná til barna með því að reka sunnudagaskóla í fátækrahverfum borganna. Fyrir þeim fer viðskiptafrömuður að nafni Peter Hibbert. Samtökin voru sett á fót fyrir tveimur árum og nú sækja um 300 börn sunnudagaskólana á ýmsum stöðum í höfuðborginni, Kingston. Biblíufélagið útvegar þeim Biblíur sem notaðar eru í kennslunni og barnabiblíur handa börnunum til að taka með sér heim. Mikill skortur á Biblíum „Mörg þessara barna skortir ást og umhyggju og einmitt þar getur kirkjan látið til sín taka,“ útskýrir Hibbert. „Mikill skortur er á Biblíum á þeim svæðum þar sem við vinnum. Ástandið er dapurlegt í þessum sam- félögum og fólk notar þá litlu peninga sem það hefur til að kaupa aðra hluti en Biblíu. Og börnunum standa ýmsir mjög slæmir hlutir til boða. Þess vegna viljum við reyna að ná til þeirra eins Munið Söfnunarreikning Biblíufélagsins Reikningur: 0101-26-3555 Kennitala: 620169-7739 Drengur frá Kingston á Jamaíka heldur um Biblíu sem hann hefur fengið að gjöf frá Biblíufélagi Vestur- Indía. © L ar ry Je rd en Eunice Smith, kennari við Delrose-barnaskólann í Kingston, tekur við kennsluefni úr hendi Dalbarts Laings, full- trúa Biblíufélags Vestur-Indía. Smith segir að 50 börn séu skráð í bekkinn en að hann sé sjaldnast fullskipaður. Mörg börnin þori einfaldlega ekki í skólann sökum ofbeldisverka. © Claire Sm ith Biblíufélagið stendur straum af kostnaði við rekstur götu-sunnudagaskóla í Kingston.

x

B+

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: B+
https://timarit.is/publication/2038

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.