B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 13

B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 13
fréttabréf biblíufélagsins  B+   13 © Haraldur Guðjónsson Biblían á strætum borgarinnar Þorvaldur Víðisson Séra Þorvaldur Víðisson, miðborgarprestur og æskulýðsfulltrúi Dómkirkjunnar í Reykjavík. B iblían varðveitir ljós, ljós sem lýsir upp hjá þér þegar þú meðtekur Orðið sem þar stendur og gefur því bústað hjá þér. Orðið varð hold, segir í upphafi Jóhannesarguðspjalls. Það er vísun í fæðingu frelsarans, orð Drottins varð hold í Jesú Jósefssyni frá Nasaret sem við minnumst á helgum tíðum jóla. Drottinn hefur gefið það hugarfar sem breytir dimmu í dagsljós. Vegviti í miðborginni Öll sú frásaga og aðrar í Biblíunni miðla kærleika Guðs. Guð vill allt gefa okkur mönnunum og einskis krefst hann í staðinn fyrir sig annað en það að sjá hamingju okkar og annarra. Það er boðskapur Biblíunnar. Kirkjan er samfélag um þennan veru leika, að kærleiki Guðs er að verki í heiminum. Kirkjurnar allar standa fyrir þetta. Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið eins og vegviti í miðborg- inni um tveggja alda skeið, kennileiti og vegviti í veraldlegum og í senn and- legum skilningi. Litirnir og táknin öll styðja við kærleiksorðin og boðskapinn, og stundum er ekki þörf á meiru, eins og segir í vísu eftir Grétar Fells: Einn veðurdag góðan ég gekk í kirkju gerði þar bæn mína hljótt. Geisli frá lífssviði fegurri foldar féll inn í huga míns nótt. Þetta var guðdómleg guðsþjónusta. Góð varð mín sál og hrein. Hér var söfnuður enginn, kór eða klerkur. Kirkjan — hún messaði ein! Guðsþjónusturnar eru oftast guðdóm legar og góðar tilfinningar sem við förum með þaðan, en venjulega er nú fjölmenni í kirkjunni. Fjöldinn allur sækir styrk í Orðið á heimilum sínum og í samfélagi kirkjunnar. Kirkjan í Kolaportinu Kirkjan er hvarvetna að störfum. Hún er einnig að störfum á strætum borgar innar. Í Kolaportinu þjónar Þjóðkirkj an og hefur gert hátt í áratug. Þar er helgihald á kaffihúsinu, lifandi tónlist og lifandi orð. Nærveran, snerting in og samfélagið þar er með öðru sniði en í hefðbundnu helgihaldi og er fyrirbænasamfélagið öflugt. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar leiða helgihaldið og gjarnan er nokkur fjöldi sem þjónar og fullt af fólki sem tekur þátt. Trúin getur gefið nýtt líf Á strætum borgarinnar er kærleiks orðið lifandi. Þeir sem einhverra hluta vegna lifa við húsnæðisleysi og eru heimilislausir eiga oft sterka trú. Trúin getur gefið líf, nýtt líf, ný tækifæri. Að trúa og vona gefur fyrirheit um nýtt upphaf, þar sem Drottinn gerir alla hluti nýja. Biblían miðlar okkur því að Drottinn er að verki og Drottinn er hér og vill finna þig.  „Kirkjan er hvarvetna að störfum. Hún er einnig að störfum á strætum borgarinnar. Í Kolaportinu þjónar Þjóðkirkjan og hefur gert hátt í áratug.“

x

B+

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: B+
https://timarit.is/publication/2038

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.