B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 8
B+ fréttabréf biblíufélagsins
S
tríð hefur herjað í Kongó í fjölda
ára og það eru þeir sem minnst
mega sín sem verða harðast
úti. Í þessu stríði hefur öllum
aðferðum verið beitt til að niður lægja
andstæðinginn. Nauðgan ir eru ein
birtingarmynd þess. Fyrir konurnar
sem hafa þurft að þola þetta ofbeldi
hafa afl eiðingarnar orðið skelfi legar.
Auk hinna andlegu og líkam legu afl eið-
inga hefur bæst við ríkjandi viðhorf
samfélagsins um að þær séu „óhreinar“
og „ósnertanlegar“. Þær hafa þess
vegna einangrast frá samfélaginu og
setið einar uppi og ekki haft neinn til
að hjálpa sér.
Sumar konur deyja í einangrun sinni
Í lýsingu Biblíufélagsins í Kongó á
ástandi þessara kvenna segir að þær
hafi þjáðst í langan tíma og fl osnað
upp og jafnvel dáið í einangrun sinni
og þögn. En sumar þeirra hafa reynt að
leita sér hjálpar og komið á sjúkrahús
og stofnanir sem veita sálfræði aðstoð.
Þetta varð til þess að vekja athygli
hjálparstofnana á alvarlegri stöðu
þessara kvenna.
Allir læstir í ríkjandi viðhorfi
samfélagsins
Talið er að í austurhluta Kongó, þar
sem stríðið hefur varað hvað lengst,
séu um 25 þúsund konur í þessari
stöðu. Og það eru ekki aðeins þær
sem þjást, fjölskyldur þeirra gera það
einnig. Konurnar búa við einangrun og
innilokun og aðstandendur þeirra búa
við sorgina og vanmáttinn vegna við-
horfs samfélagsins sem bannar öllum
að koma nálægt þeim. Dóttirin, syst-
irin og/eða eiginkonan, sem orðið
hefur fyrir barðinu á ofbeldinu, nýtur
Von á stríðshrjáðum
svæðum Kongó
Nýlega birtist kynning á vettvangi Sameinuðu biblíu-
félaganna á verkefni sem Biblíufélagið í Kongó ætlar að
ráðast í á þessu ári. Markmið þess er að ná til kvenna og
stúlkna sem hafa mátt þola ofbeldi af hendi hermanna
vegna stríðsástandsins sem ríkir í landinu og búa við ein-
angrun og útskúfun samfélagsins.