B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 14
14 B+ fréttabréf biblíufélagsins
Biblían
í helgihaldi kirkjunnar
Einar Sigurbjörnsson
©
Á
rn
i S
va
nu
r
Da
ní
el
ss
on
Einar Sigurbjörnsson prófessor.
B
iblían hefur frá öndverðu
verið uppistaðan í kristnu
helgihaldi og allri kristinni
trúrækni. Elstu heimildir um
kristna guðsþjónustu greina frá því
að á samkomum sínum lesi kristnir
menn úr spámönnunum og minn-
ingum postulanna. Uppistaða söngsins
var Davíðssálmar og annar biblíulegur
lofsöngur. Hámark samkomunnar var
samfélagið um Guðs borð.
„Drottinsdagur“ vikulega
Fyrsti dagur vikunnar, sunnudagur
inn, dagurinn þegar Jesús reis upp
frá dauðum, hefur frá dögum Nýja
testamentisins verið samkomudagur
kristinna manna er þeir komu saman
til að lesa ritningarnar og brjóta
brauðið (sjá t.d. Post 20.7, 11; 1Kor 16.2).
Meðal kristinna manna hefur fyrsti
dagur vikunnar verið nefndur „drott-
insdagur“, dagur Drottins Jesú Krists
(sbr. Opb 1.10). Kristnir menn minnast
þannig upprisu Jesú Krists vikulega.
Páskahátíð árlega
Auk vikulegra páska á drottinsdegin
um héldu kristnir menn árlega páska
í nánd hinna gyðinglegu páska og
minntust þá upprisu Jesú Krists og
atburðanna kringum hana. Á fjórðu
öld fengu kristnir menn trúfrelsi í
Rómaveldi og kristni varð í lok aldar
innar ríkistrú. Við það komst meiri
skipan á helgihaldið og kirkjuárið tók
að mótast. Þegar Ísland tók kristni árið
1000 var kirkjuárið í stórum dráttum
orðið mótað til þeirrar myndar sem það
hefur enn þann dag í dag með sínum
föstu lestrum á helgum og hátíðum.
Ekki upprifjun á sögulegum
minningum
Kirkjuárið byggist á sögu Jesú. Það
hefst á fæðingarhátíð hans, jólunum,
lýsir síðan pínu hans, dauða og upprisu
og sendingu heilags anda á hvítasunn-
„Í helgihaldi sínu biður söfnuðurinn Jesú að
ljúka upp ritningunum og koma til sín á
síðum hennar og þegar hann lýkur ritningunum upp
birtist hann þar sem frelsari, Immanúel.“