B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 4
4 B+ fréttabréf biblíufélagsins
Heiðursfélagi og
leiðtogi kvaddur
Biblían er undirstaða alls kristni
boðs, hún er lindin, sem líf kirkj-
unnar nærist af. Minnumst þess
á biblíudaginn og heitum hver öðrum
að styðja Guðs orð til áhrifa með þjóð-
inni.“
Ofangreind tilvitnun er úr bréfi Sigur
björns heitins Einarssonar biskups
og fyrrverandi forseta Hins íslenska
biblíufélags til presta o.fl. sem hann rit-
aði fyrir biblíudaginn 22. febrúar 1981.
Bréfið fylgdi Biblíutíðindum sem send
voru til félagsmanna í Biblíufélaginu
fyrir biblíudaginn það ár.
Tímamótaárið 1981
Árið 1981 var tímamótaár í mörgum
skilningi fyrir íslenska kristni og kirkju.
Það var kristniboðsár, haldið í minn-
ingu þess að þúsund ár voru liðin frá
komu þeirra Þorvaldar víðförla, fyrsta
íslenska kristniboðans, og Friðriks
hins þýska kristniboðsbiskups, vorið
981. Með komu þeirra hófst boðun
kristinnar trúar hér á landi. Haustið
1981 hvarf Sigurbjörn úr embætti bisk-
ups Íslands vegna aldurs eftir 22 ár
á biskupsstóli. Um leið hætti hann
sem forseti Hins íslenska biblíufélags.
Síðast en ekki síst kom út ný íslensk
Biblía 1981 sem unnið hafði verið að
í forsetatíð Sigurbjörns. Í þessari 10.
útgáfu Biblíunnar á íslensku voru nýjar
þýðingar á guðspjöllunum og Postula-
sögunni og önnur rit Nýja testamentis
ins endurskoðuð. Einnig voru gerðar
ýmsar umbætur á þýðingu Gamla
testamentisins. Þá var þessi útgáfa með
nýju og læsilegra sniði. Textinn var
settur upp í tveimur dálkum með kafla-
fyrirsögnum og vandað tilvitnanakerfi
neðanmáls auk viðauka og korta.
Sigurbjörn fylgdi hinni nýju útgáfu
úr hlaði á Biblíuhátíð sem haldin var
á Kjarvalsstöðum 22. ágúst 1981. Þar
ávarpaði hann hátíðargesti og afhenti
forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrsta eintakið af nýju Biblíunni.
Spámaður samtíðar sinnar
Biblían var sannarlega bók bókanna í
lífi og starfi Sigurbjörns biskups. Störf
hans sem prestur, háskólakennari í
guðfræði og biskup byggðu á þeim
trausta grunni sem Guðs orð er, skýr-
ingu þess og útleggingu. Sigurbjörns
verður þó ekki síst minnst sem hins
mikla boðbera Orðsins. Þegar hann tal-
aði lagði þjóðin við hlustir. Hann var
spámaður samtíðar sinnar og flutti
Guðs orð mönnum „til uppbyggingar,
hvatningar og huggunar“ líkt og segir í
Fyrra Korintubréfi.
Annt um félagið og málefni þess
Sigurbjörn var ávallt öflugur og
traustur stuðningsmaður Hins íslenska
biblíufélags. Hann sat í stjórn félagsins
frá 1948 og var forseti þess 1959–1981.
Sigurbjörn var kjörinn heiðursfélagi
Hins íslenska biblíufélags 1982. Honum
var alla tíð annt um félagið og mál-
efni þess og lagði því margvíslegt lið. Í
fyrrnefndu bréfi frá 1981 hvatti hann
til stuðnings við Biblíufélagið og skrif-
aði m.a.: „Biblíufélagið verður fyrst
og fremst að byggja á skilningi og
stuðningi kristins almennings í land-
inu.“ Þau orð eiga jafn vel við nú og
þá. Þótt sestur væri í helgan stein frá
opinberum embættum lét Sigurbjörn
ekki af þjónustu í þágu Orðsins. Hann
átti stærri hlut í nýju biblíuþýðingunni,
Biblíu 21. aldar sem kom út 19. október
2007, en mörgum er ljóst. Sigurbjörn
las yfir Davíðssálmana í handriti og
gerði fjölmargar tillögur til úrbóta. Þar
naut félagið víðtækrar þekkingar hans,
reynslu og málsnilldar.
Síðustu predíkun sína flutti Sigur
björn á Reykholtshátíð á liðnu sumri.
Þar vitnaði hann í orð Hebreabréfs-
ins (13.8): „Jesús Kristur er í gær og
í dag hinn sami og um aldir.“ Nú
þegar Hið íslenska biblíufélag kveður
heiðursfélaga sinn, fyrrum forseta og
velunnara og þakkar ómetanlega þjón-
ustu hans er vel við hæfi að rifja upp
næsta vers á undan þessu: „Minnist
leiðtoga ykkar sem Guðs orð hafa til
ykkar talað. Virðið fyrir ykkur hvernig
ævi þeirra lauk og líkið eftir trú þeirra.“
Guð blessi minningu Sigurbjörns
Einarssonar.
Guðni Einarsson, stjórnarmaður í Hinu
íslenska biblíufélagi.
Sigurbjörn Einarsson biskup 1911–2008
© Ólafur K. Magnússon
Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tók við fyrsta
eintakinu af Biblíu 1981 úr hendi Sigurbjörns Einars-
sonar biskups og forseta Hins íslenska biblíufélags.
Myndin var tekin á Biblíuhátíð á Kjarvalsstöðum 22.
ágúst 1981.