B+ - 01.01.2009, Blaðsíða 12
12 B+ fréttabréf biblíufélagsins
Biblíu-
dagurinn
15.
febrúar
2009
Guðsþjónusta í Guðríðarkirkju
í Grafarholti kl. 11. Prestur: Séra Sigríður
Guðmarsdóttir. Prófessor Gunnlaugur A.
Jónsson, stjórnarmaður í Biblíufélaginu,
prédikar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir
stjórn Hrannar Helgadóttur organista.
Guðsþjónustunni verður útvarpað.
Safnað verður til styrktar starfi
Biblíufélaganna á Jamaíka og í Kongó.
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf-
undur hefur leitað inn á landar-
eign Biblíunnar í skáldsögum
sínum, m.a. í Aldingarðinum (2006).
Titillinn vísar til goðsagnar Fyrstu
Mósebókar um Adam og Evu: „Drott-
inn Guð plantaði aldingarð í Eden
langt austur frá og setti þar mann-
inn sem hann hafði myndað“ (1Mós
2.8). Hin ævaforna saga um Adam og
Evu gerist í aldingarðinum. Í paradís
fortíðar innar er ekki í kot vísað. En þar
er höggormur inn einnig og hefur illt í
huga, undan afl eiðingum syndafallsins
verður ekki vikist. Þeim kafl a sögunnar
lýkur með brottrekstri.
Í Aldingarði Ólafs Jóhanns Ólafsson-
ar eru dregnar upp tólf svipmyndir
í ótengdum sögum um samband
karls og konu. Höfundurinn slær á
ýmsa strengi ástarinnar og stillir upp
ólíkum aðstæðum. Verkið hefst með
því að gömul ást Maureen og Tómas-
ar er endurvakin, en framundan er
dauðastríð konunnar; ástin og dauð-
inn er hér gamalkunnugt þema. Þá
er sagan um afbrýðisemi og tor-
tryggni í hjónabandi Einars og Hildar.
Lokasagan dregur tortryggni og
afbrýðisemi fram í dagsljósið.
Goðsögnin um Adam og Evu hefur
höfðað til fólks á öllum tímum. Því
veldur sálfræðileg dýpt hennar og
trúarlegur kraftur. Hún er hafi n yfi r
tíma og rúm og þess vegna er hún sígild
í orðsins fyllstu merkingu.
Aldingarðurinn er vettvangur ástar-
innar. Persónur og leiksvið, atburðarás
og umgjörð breytist frá einni sögu til
annarrar en innst inni er hvaðeina
öðru líkt og vísar til einfaldrar sög-
unnar um frumforeldrana. Annars
vegar er þráin til hins góða, fagra og
sanna en hins vegar fi rringin sem eng-
inn fær yfi runnið í eigin krafti.
Í Gamla testamentinu er aldrei minnst
beint á söguna um Adam og Evu nema
í upphafi Fyrstu Mósebókar og í Nýja
testamentinu skiptir hún aðeins máli
á einum stað, hjá Páli postula, og þá
er hún notuð sem fyrirmyndun eða
táknmynd fyrir Jesúm, sem Páll nefnir í
því samhengi „annan Adam“.
aF Heimasíðu biblíunnar
www.biblian.is
Flokkur: bókmenntir
efni tengt 2. kapítula Fyrstu mósebókar
samantekt: gunnar kristjánsson
Aldingarðurinn
biblíuvefurinn
Verk Henri Rousseau (18–1910), Draumurinn (Le
Rêve), frá 1910 prýðir bókarkápu Aldingarðsins eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson sem kom út hjá Forlaginu 200.
Málverkið er varðveitt í Nýlistasafninu í New York.
Rousseau er stundum kenndur við naívisma í listum
sem öðlaðist fyrst almenna viðurkenningu í Frakk-
landi á síðari hluta 19. aldar. Rætur þessarar stefnu má
meðal annars rekja til draumsýnar heimspekingsins
Jeans-Jacques Rousseau.
Sigurður Þ. Gústafs son lést á
líknar deild LSH í Kópavogi 31.
ágúst s.l. Hann var skoðunar-
maður reikninga Hins íslenska
biblíufélags frá árinu 2001. Fyrir
starfsemi félags eins og Biblíufélags-
ins, sem vinnur að málefnum sínum
af hugsjón, er mikilvægt að allt í
tengslum við rekstur þess og reikninga
sé í lagi og nákvæm grein gerð fyrir
öllum liðum, bæði innkomu og kostn-
aði. Stjórn félags-
ins var því mjög
ánægð með að fá jafn
traustan og áreiðan-
legan mann og Sig-
urð til að vera annar
af skoðunar mönnum
félagsins. Hann hafði
áður verið aðalgjald-
keri Landsbanka Íslands til fjölda ára
og stjórninni fannst hún hafa fengið
besta manninn til að gegna þessu starfi
sem unnið er endurgjaldslaust. Og
það reyndist líka svo frá upphafi og í
öllum samskiptum félagsins við Sigurð
að betri mann hefðum við ekki getað
fengið til að gegna þessu ábyrgðar-
mikla starfi .
Stjórn Hins íslenska biblíu félags minn-
ist Sigurð ar með þakklæti og virðingu
og sendir aðstandendum hans sínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurður Þ.
Gústafsson