Bautasteinn - 01.04.2003, Page 13
1312
Á bak við hvern
legstein í kirkju-
garði býr saga,
oftast sem betur
fer um ríkulega
ævi og verðskuld-
aða hvíld. Framan
á steininum fræð-
umst við ekki
nema um nafn og
endamörk þeirrar
vegferðar. En síð-
an eru aðrir legsteinar sem geyma á bak
við sig aðra og myrkari sögu. Til þess að
lesa hana verður oft að fara í langan sveig
og lesa í annað letur en það sem í steininn
er höggið.
Í kirkjugarðinum á Spákonufelli á
Skagaströnd stendur einn slíkur steinn,
mikið hagleiksverk sérkennilegs
steinsmiðs, en um leið minnisvarði sorg-
arviðburða sem ástin og dauðinn ortu
saman í þetta angurljóð.
Þennan miðsumardag, 24. júní árið
1869, var bjart yfir Skagaströnd með blíð-
viðri að sunnan. Út úr hvítmáluðu íbúðar-
húsinu á Hólanesi gekk faktorinn ungi,
Tómas Thomsen, og í sama mund og
hann sá til póstskipsins Rakelar sveigja
inn á leguna, dró hann stóra rauðhvíta
fánann í heila stöng. Síðan gekk hann
hægum skrefum stíginn niður í plássið.
Þegar skipið var komið nærri undir
Höfðann pípti það og sendi mjóan og fal-
legan gufustrók beint upp í lognið. Tómt-
húskonurnar, tvær og tvær saman með
sjölin þétt að sér, leiddust niður á kamb-
inn að gá til tíðinda. Þangað söfnuðust
líka unglingarnir, miklu fleiri en nokkur
hefði trúað að til væru í plássinu.
Fremstur á kambinum stóð faktorinn
ungi, Tómas Thomsen, orðinn talsverður
um sig og klæddur í velsniðin föt úr ensk-
um ormeldúk með spælum. Þegar menn
óðu út á móti bátnum, báru þeir fyrst í
land roskna konu sem hljóðskrafið hafði
óðara fyrir satt að væri frú Anna Thom-
sen, móðir faktorsins unga, en síðan voru
bornar í land, og hvor í sínu lagi, tvær dá-
indis prúðlegar meyjar, dætur frúarinnar
og systur faktorsins. Sá sem bar þá yngri
og fegurri, Lucindu, var dugandis sjómað-
ur, Lárus að nafni, og þar sem smíði við-
urnefna var plásslæg íþrótt, var Lárus
þessi varla búinn að skila frökeninni
Lucindu á þurra jörð fyrr en hann var bú-
inn að fá viðurnefnið, Lalli Lúcífer.
Allir horfðu á hvernig Tómas Thomsen
kyssti móður sína og systur, en leiddi þær
síðan við arminn um malartroðninginn í
áttina að tjörguðu sloti sínu og rauðhvít-
um fánanum. Jæja, þá var þessari fyrirstill-
ingu lokið, og flestir gátu farið heim í
soðninguna sína, þeir sem þannig bjuggu
eftir þetta langa fiskleysivor.
Undir kvöldið þessa sama dags var efnt
til mikils fagnaðargildis á Hólanesi. Stúlk-
ur voru fengnar að til frammistöðu og öllu
því bezta til tjaldað. Danskt porselín var
lagt á borð, með fléttum úr blóðbergi milli
diska og bæheimsk vínglös fáguð. Það
stóðst nokkuð á, að þær systurnar voru
að koma sér í nýju frönsku kjólana og
ljúka við að binda á sig pólónesuna undir
mjóhryggnum aftan, þegar fyrstu gestina
dreif að. Fyrstur kom Jóhann G. Möller,
með fína handkossa og fótaskrap, en síð-
an Hillebrandtsbræður, Friðrik og Kon-
ráð. Friðrik Hillebrandt var klæddur í
gullsnúraðan liðsforingjabúninginn með
vaxborið yfirvararskeggið, hávaxinn en
krangalegur og alræmdur fyrir drykkju-
skap sinn og spilafíkn. Nær daglega reið
hann út um sveitir, helst til embættis-
manna og stórbænda og dvaldist þar
daglangt og náttlangt við toddý og pen-
ingaspil. Konráð bróðir hans var miklu
yngri, hlédrægur og feimnislegur piltur
með mikinn hárlubba. Tómas Thomsen
leiddi fram systur sínar og kynnti þær
með nöfnum og aldri. -Þessi er fröken Al-
vilda, tvítug, ógefin og mikil hannvirðu-
kona, og þessi er Lucinda, árinu yngri,
forfrömuð í London og París og talar þær
tungur sem innfædd. Víst var hún mikið
lagleg og fínleg um sig, en nokkurt stæri-
læti leyndi sér ekki þegar hún tók orðið af
bróður sínum og kynnti sig sjálf: -Lucinda
Augusta Josepha Thomsen, og með þeirri
unaðsrödd sem hunang drypi.
Þó ekki væri farið í opinberan feluleik
eftir matinn þetta veizlukvöld, hurfu sum-
ir grunsamlega oft og gáfu sig loks aftur í
ljós í enn grunsamlegra ástandi. Pólónes-
an á Alvildu var komin niðurfyrir rass, og
Jóhann Möller kominn úr stélfrakkanum,
ef ekki fleiru, bæði rauð og sveitt. Liðsfor-
inginn Hillebrandt með sínar gallíónur
tók ekki þátt í hvarfleiknum, heldur stóð
uppi við þilið á öðrum fæti með fagurdís-
ina Lucindu afkróaða milli langra hand-
leggjanna. Þegar slíku fór lengra fram,
tók frúin Anna að verða uggandi um orð-
spor og markaðsgengi dætra sinna, kall-
aði á Tómas son sinn og sagði að nú væri
tími til þess að hætta slíku siðleysi. Þrátt
fyrir kvíða frú Önnu, var þetta samt ekki
nema forleikur gleðilegri tíðinda, þegar
hér, í þessari stofu á Hólanesi, voru gefin
saman í heilagan hjúskap þau Alvilda og
Jóhann Möller. Sú leynilega en síðan op-
inbera trúlofun gerði samt ekki annað en
espa upp krangalega stríðshetjuna með
gylltu gallíónurnar, sem sótti nú að meynni
Lucindu sem einn breima högni, að
morgni, degi og nóttu, svo frú Anna sá sér
ekki annað fært en að taka upp tjöld sín
og láta flytja sig og sína inn að Ytri-Ey, til
sveitarhöfðingjans og bróður síns, Jens
Adser Knudsens, og tók piltinn Konráð
með sér.
Nú var það svo að útlenzkur stríðsmað-
ur, þó aldrei hefði í stríð komið, með rauð-
um röndum á bláum buxnaskálmum og
gylltum snúrum um brjóst og axlir, auk
sverðs og korða við belti, sætti þó
nokkrum tíðindum í grámósku íslenzkrar
sveitar á 19. öld. Og þar sem meyr er
meyjarhugur, en að auk offíserar í róman-
tískum skáldsögum þeirra systra, kallaði
Lucinda Josepha heldur ekki á neina
mannhjálp þegar ástarheitum lautinantin-
um tókst að klofa yfir allar fyrirstöður og
breima sinn ástarsöng við barm og eyru
sinnar eftirþreyðu. Nú átti Friðrik Hille-
brandt orðið talsvert undir sér, umráðandi
alls Hólaness með húsum og höndlun í
fullu umboði rétts eiganda, Friðriks eldra
stórkaupmanns, föður síns, í Kaupmanna-
höfn. Tómasi Thomsen, bróður Lucindu,
gazt lítt að samdrætti hennar og þessa
spilagosa og monthana, sagði upp starfi
sínu við Hólanesverzlun og flúði með
móður sína og Lucindu vestur til Borðeyr-
ar til þess að taka þar við nýrri verzlun og
forða systur sinni háska frá.
Konráð ungi Hillebrandt varð ákaflega
einmana eftir að Lucinda var farin. Þau
voru orðnir miklir mátar og reyndar inni-
legir vinir, enda á líkustum aldri allra
heima á Ytri-Ey. Húsbóndinn, Jens Knud-
sen, sá hvað drengnum leið, tók hann
mjög til sín og gekk honum allt að því í
föðurstað, en föður hafði Konráð í raun
aldrei átt, í öllum hinum miklu við-
skiptaumsvifum Frederiks eldra Hille-
brandt heima í Kaupmannahöfn. Hvort
sem nú heldur var, út af linkind holdsins
eða leiða hjartans á þessari flötu sandeyri
við Hrútafjörð, þá var Lucinda brátt komin
aftur á sínar fyrri slóðir og það meira að
segja á Hólanes til sjálfs biðilsins, Friðriks
Hillebrandts. Ekki líður heldur á löngu
þar til þau innsigla sambúð sína. Ekki var
það í kirkju, heldur með nokkuð leynileg-
um hætti, í stofunni á Ytri-Ey og aldeilis
án boðsgesta eða annars tilstands. Svo
klukkunni sé enn nokkuð flýtt, leið heldur
ekki á löngu þar til Lucinda Hillebrandt
gekk kona ekki ein saman. En í stað þess
að þreyja þunga sinn, lagðist hún í rúmið
og reis ekki upp
næstu níu tungl.
Vafalaust hefur frú
Anna móðir hennar
vitað það, ef ekki
aðrir, að nokkrum
árum áður var hún
skorin upp við
krabbameini í
brjósti, djúptækum
og erfiðum skurði
og brýnt fyrir henni
að varast þungun og
barnsburð. Fyrir því
lá hún nú í sálarkvöl
og kvíða heima á
Hólanesi, en hitt var
almannarómur, að
liðsforinginn Friðrik
Hillebrandt væri orð-
inn allt annar og nýr
maður, í hófsemd og
umhyggju sinni.
Sveitarhöfðínginn Jens Adser Knudsen
varð bráðkvaddur á sextugasta afmælis-
degi sínum, og missti Konráð ungi Hille-
brandt þar sína styrkustu stoð og bezta at-
hvarf í lífinu. Þegar útför Jens Knudsens
var gerð með mikilli viðhöfn frá Hösk-
uldsstaðakirkju, var fyrirmönnum víða
um hérað boðið til hennar og erfiölsins á
Ytri-Ey, öllum að kalla nema Konráði. Tók
hann það ákaflega nærri sér og fannst
hann nú alger og svikinn einmani. Að vísu
fór hann óboðinn til jarðarfararinnar. Á
heimleið kom hann ekki við í erfiveizluna
á Ytri-Ey, heldur reið beint á Hólanes og
fór upp í herbergi sitt á pakkhúsloftinu,
þar sem vinnumenn verzlunarinnar voru
hýstir um kauptíðina. Þar opnaði hann
forláta kassa úr dýrum viði sem faðir hans
hafði gefið honum í skilnaðargjöf við Ís-
landsferðina. Kassi þessi var fóðraður að
innan með silki og í honum grópir fyrir
skammbyssu með perlumóðurskel á
skeftinu, hann dró upp gikkinn og skaut
sig. Sá var krafturinn á kúlunni, að hún
staðnæmdist ekki í innyflum eiganda síns,
heldur æddi áfram í gegnum næfurþunnt
þilið og í gegnum aflvöðvann á kálfa
Magnúsar Sveinssonar frá Síðu sem sat
þar á rúmstokki sínum og tætti hann upp.
Þótt málshátturinn segi að fæstum verði
slys að happi, má efa þá speki þar sem
Magnús Sveinsson átti í hlut. Eftir að fót-
ur hans var reifaður og hann fékk hækj-
una, tók við nýtt og ánægjulegt skeið í ævi
hans. Þegar hann gat staulast ofan og inn
í íbúðarhúsið, sat hann löngum stundum
við rúm Lucindu og las upphátt fyrir hana
úr nýjum bókum, Pilti og stúlku og Manni
og konu, en haltraði um einfættur á hækj-
unni eftir hverju einu sem Lucindu van-
hagaði um, drykk eða mat eða handklæð-
um, og var henni til hugarhægðar í vitur-
legum og huggunarríkum orðum.
Þeir voru fjórir saman í stofunni um
miðdegisbilið þann 20. janúar þegar
Lucinda rak upp angistaróp og öllum varð
ljóst að hríðirnar væru byrjaðar. Mennirn-
ir voru þeir Hillebrandt, Magnús Sveins-
son, Fritz Berndsen kaupmaður á Karls-
minni og ungur maður, Lárus að nafni
sem var til ýmissa vika við Hólaneshöndl-
un. -Það verður að sækja lækni strax,
hrópaði Friðrik Hillebrandt. -Ja, það er nú
bara það, svaraði Fritz Hendrik, sá mikli
og góði læknir, Sigurður Pálsson, sat
heima hjá mér við spilin í nótt, en nú er
hann horfinn heim til sín, austur á Sauð-
árkrók. -Þá verður þú, Lárus, að hlaupa
eftir ljósmóðurinni, hvað hún nú aftur
heitir; -Hún Franziska Plaften er farin í
fússi til síns heima. Þegar þingið sam-
þykkti yfirsetukvennalögin í fyrra, um að
engin mætti sinna ljósmóðurstörfum
nema vera „yfirheyrð“, fannst henni mjög
að sér vegið, sem væri sjálf fullnuma
hjúkrunarkona og ljósmóðir frá einum
virtasta skóla í sínu heimalandi. Hún fór
með síðustu ferðinni hans Ceres. -Hvað
þá? hrópaði Hillebrandt. -Einhvern kven-
mann verðum við að fá; Við getum ekkert
gagn gert. Magnús Sveinsson lagði til að
þeir flyttu Lucindu í rúmið í Austurher-
berginu. Þar væri rýmra aðkomu til allra
verka. Skyndilega mundi Fritz Berndsen
eftir stóru konunni í Pálsbæ sem bjargaði
lífi hans eftir villuna í hríðinni, vísaði
drengnum Jóhann-
esi í áttina að kot-
inu og skipaði hon-
um að sækja hana.
Loksins kom hann
með þessa stóru
og voldugu konu
sem leit á Lucindu,
en heimtaði þegar
af körlunum heitt
vatn í bala, sápu og
handþerru. Allir
fóru þeir að leita,
inn um eldhús,
geymslu og búr, en
fundu alls enga
sápu. -Komið þá
með helvízka tólg-
ina, hrópaði konan,
en engin tólg
fannst heldur. Þá
rak hún alla út, en
sagðist vilja hafa
piltinn hjá sér til aðstoðar. Allan daginn og
fram á nótt hímdu þeir úti í krambúðinni,
tvístígandi og órólegir, fengu sér sopa við
nervunum, en enga ró var samt að finna.
Um miðnættið þoldi Magnús Sveinsson
ekki lengur við, tók hækju sína og brölti
út í húsið. Þar var aðkoman sú, að konan
stóra var horfin, Lucinda dáin, en Jóhann-
es sat með stranga í fanginu og sagði að
enn væri lífsmark með drengnum. Seint
og um síðir komu hinir tveir og fengu
þessar sorgarfregnir framan í sig. Magn-
ús sagðist hafa lesið fororðninguna um
neyðarskírn og kynni hana. Við eitt kerta-
ljós yfir líkinu skírði hann drenginn og að
vilja föðurins gaf hann barninu eitt af
nöfnum móðurinnar, August. Fleira verð-
ur ekki hér rakið frá þeirri sorgarnótt,
milli daganna 20. og 21. janúar árið 1877.
Lucinduvarðinn á Spákonufelli
eftir Björn Th. Björnsson
Björn Th. Björnsson.
Lucindu-varðinn á Spákonufelli, smíðaður af Sverri Runólfssyni. Ljósm.: Magnús Reynir Jónsson.