Bautasteinn - 01.04.2003, Side 17

Bautasteinn - 01.04.2003, Side 17
1716 Hólmsbergskirkjugarður í Keflavík var tekinn í notkun árið 1975 og hefur frá þeim tíma þjónað Keflavíkursókn. Hann gengur jafnan undir nafn- inu „nýi kirkjugarðurinn“ þrátt fyrir að nálgast þrjátíu ára notk- un, en skýringin er sú að eldri garður frá því um 1900 stendur við Aðalgötu í Keflavík. Enn er jarðað í frátekin legstæði í gamla garðinum auk þess sem gert er ráð fyrir duftreit þar. Nægt rými Hólmsbergsgarður stendur á Hólmsbergi eins og nafnið gef- ur til kynna og er hannaður af Reyni Vilhjálmssyni. Við hönn- un hans hefur verið tekið nokk- urt mið af staðsetningunni sem er skjóllítil og nálægt sjó. Erfiðlega hefur gengið að halda við gróðri í garðinum, en í samvinnu við Skógræktarstöðina á Mó- gilsá tókst fyrir nokkrum árum að finna ýmsar harðgerar víðis- tegundir sem hafa þrifist ágætlega í garðinum. Skjólgóðar manir hlífa garðinum úr öllum áttum, en hann er samsettur úr fer- hyrndum reitum, öllum af sömu stærð og gerð. Fjórir reitir eru í notkun núna, auk þess sem stefnt er að því að taka tvo reiti til notkunar á næstunni. Alls er þó gert ráð fyrir 22 slíkum reitum í garðinum og því ljóst að rými þrýtur ekki á næstu árum. Grafar- stæði eru nú þegar um 1200 en þeim mun fjölga í tæplega 1800 með stækkuninni. Nýtt þjónustutorg Sævar Reynisson er formað- ur stjórnar kirkjugarðanna í Keflavík og segir hann miklar framkvæmdir hafa átt sér stað undanfarin ár. „Upp úr 1991 var svo komið að garðurinn var hreinlega orðinn til vansa og nauðsynlegt að fara út í fram- kvæmdir. Fyrsta stóra fram- kvæmdin var bygging þjón- ustuhúss við garðinn, en aðrar stærri framkvæmdir voru t.d. malbikun vegarins inn í garð- inn, uppsetning sáluhliðs, lýs- ing garðsins og nú síðast frá- gangur svokallaðs þjónustu- torgs.“ Þjónustutorginu er ætlað að vera nokkurs konar mið- punktur þar sem hægt er að geyma áhöld til garðyrkju, komast í rennandi vatn og tylla sér niður í fallegu umhverfi, en hugmynd- in er að setja þar niður bekki. Ætlunin er að slík torg verði gerð með reglulegu millibili á milli reitanna í garðinum. Eftirtektarvert sáluhlið Sáluhliðið er sérstakt að því leytinu til að það er samsett af veg- legum grjóthlöðnum veggjum til beggja handa og grjóthlaðinni Hönnun tekur mið af erfiðum aðstæðum Séð yfir einn reitanna í garðinum. Þarna sést vel hið „sér-keflvíska“ vandamál, rammar og girðingar utan um leiðin sem óneitanlega breyta heildarmynd garðsins. eyju þar á milli. Á eyjunni stendur 9,15 m hár kross, fjögurra arma, sem sést úr öllum áttum. Stöpullinn undir honum er 1,6 m og heildarhæð krossins því 10,75 m. Í krossinum er ljósleiðari sem lýsir hann upp og er hægt að skipta um lit á lýsingunni, t.d. um jól eða aðrar hátíðir. Sannarlega eftirtektarverð aðkoma að garðinum og sérstæð. Til stendur að helluleggja vegarkaflann í gegnum hliðið, en hann var ekki malbikaður þar sem menn ótt- uðust að þrýstingurinn frá malbikunartækjunum gæti skaðað grjóthleðslurnar. Garðurinn hefur tekið stakkaskiptum Elías Guðmundsson er umsjónarmaður garðsins og hann segir framkvæmdirnar hafa verið nokkurt átak. „Hér þurfti að vinna mikla jarðvegsvinnu, bæði fylla upp í og hækka land, auk þess sem mikið hefur þurft að grjóthreinsa. En við erum nokkuð á- nægðir með stöðuna í dag og garðurinn hefur tekið stakkaskipt- um.“ Eitt er þó sem þeir Sævar og Elías kalla „sér-keflvískt“ vandamál, en það er sú hefð sem virðist hafa skapast í garðinum fyrir því að setja upp smágirðingar eða ramma í kringum leiðin, þrátt fyrir að slíkt sé ekki leyfilegt. „Þetta gerir alla hirðingu á garðinum mjög erfiða og brýtur auk þess upp heildarmyndina sem annars væri mun snyrtilegri og fallegri. Við höfum nú ekki gengið svo langt að rífa þessa ramma upp, en það er alveg ljóst að við munum ekki leyfa þá í nýju reitunum þegar þeir verða teknir í notkun. Annað stórvandamál við hirðinguna er hvíta möl- in svokallaða sem margir hafa sett á leiðin. „Hún er stórhættuleg þegar unnið er með sláttuorf við leiðin og við höfum lent í því að fólk hefur slasað sig þegar stykki af þessari möl hafa skotist í vinnufólk við slátt og garðyrkju. Svo vill hún dreifast út á göngu- stígana sem eru úr rauðamöl og það skapar enn meiri vinnu við hirðinguna.“ Vinna við nýju reitina er langt komin, en Friðbjörn Björnsson verktaki hefur séð um jarðvegsframvæmdir. Hólmsbergsgarður er við veginn á milli Keflavíkur og Garðs og er ástæða til að hvetja fólk til að staldra þar við og sjá hið sérstaka sáluhlið og skemmtilega hannaðan garðinn. Club Car raf- og bensínbifreiðar í úrvali. Virtasta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með 40 ára reynslu. Hið sérstaka sáluhlið. Fjögurra arma krossinn rís í 10,75 m hæð. Elías við grjóthleðsluna í sáluhliðinu sem er mannhæðarhá þar sem hún er hæst. Ljósmyndir: HGG. Stiga sláttuvélar í úrvali. Sænskar, einstaklega notendavænar sláttuvélar Komatsu Zenoah vélorf, keðjusagir og limgerðisklippur. Sterkbyggð, örugg og afkastamikil vinnutæki Askalind 4, Kópavogur Sími 564 1864 · Fax 564 1894 Netfang vetrarsol@vortex.isVetrarsól ehf. Sævar Reynisson og Elías Guðmundsson á nýja þjónustutorginu. Fré t t i r a f f ramkvæmdum

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.