V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 13

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Blaðsíða 13
Jóhann Þórir Jónsson: Að ná sigri Hér greinir augad alla heimsins dýrð andinn þiggur kraft í friði nætur. Og björgin eru í dögg af drottni skírð, hver döpur vera óðar huggast lætur. Húsbóndinn er í önnum hér áhyggjur og syndir finnast hvergi. Nú sé ég hvernig Guð um garðinn fer og geislafingur þreifa á dökku bergi. Hér þylur lífið þúsundradda brag og þýður blærinn kyssir hamraveggi. Undurfagurt nóttin leikur lag, og lítill hnoðri gægist fyrst úr eggi. Hafsteinn Stefánsson, Nótt i Paradis, Leyndarmál steinsins 1976. Töfraheimi Vestmannaeyja verður seint lýst né því seiðmagni, sem þær búa yfir. í mannsaldra hafa íbúar eyjanna brotist áfram af elju og dugnaði og lagt drjúgan skerf þeim, sem fastalandið byggja. Einhvern veginn er það svo að sá sem eitt sinn hefur komist í kynni við þær á ekki afturkvæmt í þeim skiln- ingi. Seiðandi, heillandi draga þær til sín þá sem einu sinni hafa kynnst töfrunum. Að þessu leyti finn ég skyld- leika með skáklistinni, og eyjaskeggjar hafa löngum átt ágætum skákmeisturum á að skipa eins og vel kemur fram hér í blaðinu. Vestmannaeyingar hafa verið ódeigir við að skera upp herör gegn skákmeisturum fasta- landsins og margir okkar bestu skákmeistara hafa gist hér í góðu yfirlæti þótt á ýmsu hafi gengið með vinning- ana. Mér hefur það verið sönn ánægja að starfa með skák- mönnum eyjanna. Tvisvar höfum við komið upp helgar- skákmót og nú stendur V. Alþjóðlega skákmótið yfir hér í Vestmannaeyjum. Hvernig þetta allt gekk fyrir sig fór að verulegu leyti fram hjá mér, en ekki síst þakka ég árangurinn þessu áræðna hugarfari sem einkennir mína menn. Aldrei svikkur. . . Jú, a . . . hafi það þetta reddast einhvern veginn. Og þannig hefur það einlægt verið. Von mín er sú að þetta uppistand megi hafa farsæla framtíð. Skáktafl er holl og góð iðja, sem fyrst og síðast hvetur hugann og sjálfstæði einstaklingsins. Við skákborðið er hann skipstjórinn og úrslitin ráðast af því hvernig honum tekst ákvarðanatakan. Á skákborðinu blasir allt við, en samt er allt huliö. Á sama hátt og skipstjórinn leggur netin hagar skákmaðurinn sér. Það eftirsótta er hulið. Það kostar áræði og þor ekki síður en skýra hugsun að sigra. Lagt er djarft á lífsins sjó lagið hiklaust tekið. Fargögn traust, af festu nóg fleyið samanrekið. Hafsteinn Stefánsson, Þ.Þ.V. Leyndarmál steinsins 1976. 11

x

V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/2058

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.