V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Page 27
aratitil, Minningarmót Capablanca
á Kúbu 1972, Novi Sad í Júgóslavíu
1972 og aftur 1973.
Áriö 1974 teflir Lein i sveitakeppni
fyrir Moskvu en síöan fölnar nafn
hans á síðum rússneskra skák-
blaða. Þremur árum síöar vann
hann mjög sterkt skákmót, svo-
kallað GHI-skákmót í Bandaríkjun-
um 1977, og er þá fluttur búferlum til
„Guös eigin lands“, þar sem hann
hefur átt heima síöan.
Þótt árin séu farin aö færast yfir er
ekkert lát á taflmennsku Leins,
hann er tíöur gestur á alþjóðlegum
skákmótum.
Á síöasta ári, 1984, sigraði hann á
alþjóðlegu skákmóti í Berlín, 1.—3.
sæti og í Grand Manan í Kanada,
1.—2. sæti.
Þetta er þriöja mótið sem Lein teflir
á hér á landi, Húsavík, Borgarnes
og nú hér. Á Húsavík varö hann í 2.
sæti, en í Borgarnesi gekk ekki eins
vel. Nú er aö sjá . . .
Jonathan D. Tisdall
Fæddur 26.08 1958
Skákstig: 2420
Alþjóðlegur meistari 1981
Jonathan D. Tisdall er Bandaríkja-
maöur en af norskum ættum eins
og nafn hans gefur til kynna. Nú er
þaö mjög í tísku vestanhafs, þar
sem menn hafa á umliðnum öldum
gert sér nýtt samfélag af ótal þjóöa-
brotum, aö menn leita uppruna
síns. Hvort sem Tisdall tekur þátt í
þeirri miklu leit eður ei þá tefldi
hann áriö 1983 í þremur skákmót-
um í Gausdal í Noregi, varö efstur
ásamt Píu Cramling í einu þeirra og
í 2.—3. sæti í ööru, í bæöi skiptin
hálfum vinningi fyrir ofan Margeir
Pétursson.
Tisdall hefur einnig teflt í ýmsum
öörum Evrópulöndum á síöustu ár-
um. Á skákmóti í Madrid 1982 varö
hann efstur ásamt þremur öörum
keppendum.
Tisdall hefur stundaö skákfrétta-
mennsku, skrifaöi m.a. um heims-
meistaraeinvígi Karpovs og Kaspa-
rovs í Chess Life. Þá var hann rit-
stjóri Chess Express þar til þaö rit
lagði upp laupana á síðasta ári.
™ % j íWM r—>
i |^L ' f ;
mBÍm
<v>CrCl " ■■■" - j Z
T
L j BH
Helgi Ólalsson i fjöllelli i Alþýduhúsinu i Vestmannaeyjum.
25