Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 5
4 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 5 Hraun yfir Grindavíkurveg Útfærslur á Grindavíkurvegi við Svartsengi verða líklega á svipuðum nótum til að tryggja að hraun komist ekki inn fyrir varnargarða. Í þessum atburðum hefur Grindavíkurvegur og Bláalónsvegur við Svartsengi farið þrisvar sinnum undir hraun, eða þann 14. janúar, 8. febrúar og 17. Mars. Til að tryggja aðgengi að og frá Grindavík hefur Grindavíkurvegur verið endurbyggður yfir nýrunnið hraun ásamt því að útbúa nýja vegtengingu Bláalónsvegar við Grindavíkurveg innan við varnargarða í samvinnu Vegagerðarinnar, verkfræðistofa, verktaka og annarra sérfræðinga. Uppbygging vega á svæðinu er mikilvæg þó ljóst sé að talsverðar líkur séu á að Grindavíkurvegur lendi aftur undir hrauni. En þá er bara að endurbyggja að nýju. ↑ Grindavíkurvegur undir hrauni. ↗ Unnið að viðgerðum á Grindavíkurvegi. → Sprungur liggja í gegnum Nesveg.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.