Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 13

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 13
12 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 13 Vegagerðin hefur sett upp tvö ný veður- og upplýsingaskilti, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. Á skiltunum eru allajafna birtar upplýsingar um veður, þ.e. vindátt, vindhraða og hitastig. Einnig kemur fram frá hvaða veðurstöð upplýsingarnar eru fengnar. Fari vindhviður yfir 15m/sek birtast einnig upplýsingar um það. ↑ Hér má sjá skiltið sem er staðsett við Selfoss. Ný veður- og upplýsinga- skilti Vegagerðarinnar Tvö ný skilti tekin í notkun. Hægt er að koma öðrum skilaboðum til vegfarenda ef þörf reynist á því, svo sem aðvaranir eða upplýsingar um lokanir. Skiltin eru tengd miðlægu stjórnkerfi í vaktstöð Vegagerðarinnar sem er með þau í vöktun og stjórnar þeim. Til stendur að setja upp fleiri skilti af þessu tagi á næstunni, eða á Hringvegi (1) við Kotströnd milli Hveragerðis og Selfoss, í Refasveit við Blönduós og við Reykjanesbraut.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.