Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 11

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 11
10 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 11 En hver er tilgangurinn með þessu? „Það er að kortleggja sprungur og holrými undir yfirborðinu í Grindavík og á nálægum vegum,“ svarar Friðrik. Búið er að finna vísbendingar um fjölmörg holrými á svæðinu en að sögn Friðriks er ekki gott að vita hvort þessi holrými séu gömul eða ný. „Það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á borð við þessa áður á þessu svæði. Þetta geta því verið holrými sem hafa verið þarna alla tíð, eða holrými sem hafa myndast í jarðhræringunum undanfarið.“ Friðrik segir einn af stærstu kostum þessarar kortlagningar vera að hafa núllpunkt til að miða frekari rannsóknir við. „Ef það verða meiri jarðhræringar getum við mælt svæðið aftur og þá vitað hvað breytist miðað við stöðuna í dag.“ Holrýmin sem hafa komið í ljós við kortlagninguna eru af ýmsum toga. Sum eru á miklu dýpi, fimm til tíu metra, önnur eru stutt undir yfirborðinu, jafnvel aðeins meter. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af fyrri holrýmunum en þau sem liggja grunnt er mikilvægt að kanna nánar enda þarf kannski ekki mikið til að þau opnist upp á yfirborðið.“ Flókið að lesa úr gögnum Friðrik bendir á að stærsta verkefnið sé að greina og lesa úr þeim gögnum sem safnast. Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur séð um úrvinnslu gagnanna en fengið aðstoð frá framleiðanda jarðsjárinnar að einhverju leiti. „Við vorum fyrst með pólskt forrit en færðum okkur yfir í nýtt nettengt forrit sem heitir Geolitix. Forritið sýnir mjög vel með mismunandi litum hvernig sprungurnar liggja og hvar er að finna holrými.“ Úrvinnslan er þó langt í frá einföld enda getur margt truflað jarðsjánna og gefið falskar niðurstöður, sérstaklega þegar henni er flogið með dróna. „Hæðin yfir jörðu þarf að vera rétt því ef farið er of hátt geta mælingar verið ónákvæmari. Þá geta rafbylgjur, lagnir í jörðu, bílar, byggingar og ýmislegt fleira skekkt niðurstöður.“ Holrými könnuð nánar Gögnin úr jarðsjánni sem flogið var með drónanum veittu góðar vísbendingar um hvað leyndist undir yfirborðinu. Síðan var nauðsynlegt að kanna nánar þá staði þar sem grunur var um holrými á grunnu dýpi. „Við höfum farið yfir helstu staðina með jarðsjá sem ekið er í kerru yfir svæðið. Næsta skref er að kanna holrýmin betur með jarðtæknibor. Þannig fáum við að vita betur um hvað er að ræða.“ Gögnum úr þessum mælingum er deilt með ÍSOR og Verkís sem vinna þau áfram m.a. inn í kortasjá fyrir Almannavarnir. ↑ Dæmi um niðurstöður frá jarðsjá. Rauðu svæðin sýna holrými á mismunandi dýpi. ↓ Mæling á Nesvegi sem sýni holtými í veginum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.