Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 12

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 13 Góð reynsla í notkun búnaðarins Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur lært mikið á undanförnum mánuðum. „Við vorum fremur nýlega búin að festa kaup á bæði drónanum og jarðsjánni þegar jarðhræringarnar hófust síðasta haust. Við vorum því ekki komin með mikla þjálfun í notkun þeirra. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli fyrir okkur og við erum komin á stað núna sem við höfðum ætlað okkur að vera á eftir tvö ár,“ segir Friðrik. Starfsfólkið fékk til dæmis mikla þjálfun í drónaflugi sem mun nýtast vel í næstu verkefnum Vegagerðarinnar. Sem dæmi verður dróninn notaður í jarðsjármælingum fyrir Sundabraut á næstunni. Einnig hefur fengist mikil þjálfun og reynsla í túlkun gagna úr jarðsjánni sem er afar dýrmætt. Öll gögn sem verða til í þessari vinnu er hægt að flytja inn í hönnunarforrit Vegagerðarinnar og munu því nýtast hönnuðum við að taka tillit til mismunandi jarðtæknilegra aðstæðna í þeim veglínum sem til skoðunar eru. Með þessu sparast bæði tími og peningar. ↑ Mikil aflögun hefur orðið víða í bænum. ↗ Myndin sýnir stóra sprungu sem liggur í gegnum bæinn og undir nokkur hús. → Svæði þar sem búið er að fylla í sprungu og búa til „brú“ yfir skemmdina. ↓ Magnús Halldórsson, starfsmaður stoðdeildar, athugar með gögn í jarðsjánni.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.