Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 7 Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu hófust í apríl síðastliðnum og áætlanir gera ráð fyrir að verkinu ljúki um miðjan júní. Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar voru kallaðir til Reykjavíkur til að sinna þessu verkefni. Brúarvinnuflokkurinn sinnir viðgerðum. Brúin yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu Viðgerðirnar felast meðal annars í að endurnýja vegrið, losa lélega steypu með vatnsbrotsvél, brjóta niður annan bríkurkantinn, taka burtu vegrið og ljósastaura og byggja kantinn upp á nýtt. Steypa á nýja brík og jafnframt setja upp nýtt vegrið og nýja ljósastaura. Þá verður skipt um þensluraufar í brúargólfinu. Einnig er fyrirhugað að lyfta brúnni upp til að hægt verði að skipta um legur í báðum landstöplum og lagfæra í kringum þær. ↑ Viðgerðir standa yfir fram í júní. ↓ Undirbúningur hófst um miðjan apríl. ↘ Meðal verka er að steypa nýja brík og jafnframt setja upp nýtt vegrið og nýja ljósastaura.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.