Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 19
18 Framkvæmdafréttir nr. 730
2. tbl. 32. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 730
2. tbl. 32. árg.
19
800 Undirmerki
Nýtt merki er 806 Gildistími sem segir til um gildistíma
aðalmerkis. Tíminn er gefinn upp í heilum tölum á
bilinu 0-24. Stafir án sviga segja til um gildistíma á
mánudögum til föstudaga. Stafir innan sviga segja til
um gildistíma á laugardögum. Rauðir stafir án sviga
segja til um gildistíma á sunnudögum og lögboðnum
frídögum. Ef sömu tímamörk gilda alla daga er
gildistíminn táknaður með svörtum eða hvítum stöfum
og textanum „Alla daga“. Ef gildistími nær aðeins til
vissra vikudaga eru eftirfarandi styttingar notaðar
á dagaheitum: mán, þri, mið, fim, fös, lau, sun. Gildi
merkið á vissum vikudegi gildir það óháð því hvort
dagurinn sé virkur dagur eða lögboðinn frídagur.
Í beinu framhaldi er nýtt merki 808.5 texti
(vöruafgreiðsla heimil) þar sem gildistími er settur upp
á sama hátt.
Í þessum flokki er nú listi yfir táknmyndir tegundar
umferðar sem skal nota á öðrum umferðarmerkjum og
sem yfirborðsmerkingar.
Tekin eru upp ný merki 808 Texti, 826.1 Umferð
hjólandi vegfarenda í báðar akstursáttir, 826.2
Umferð hópferðabifreiða í almenningsakstri úr báðum
áttum og 848.5 Hált í bleytu. Jafnframt er gert ráð
fyrir útgáfum fleiri merkja í bláum og hvítum lit, til
samræmis við það aðalmerki sem undirmerki stendur
með hverju sinni.
Heimilaðar eru stærri útgáfur af merkjum 844.3
Torleiði og 846.3 Óbrúaðar ár. Tekið er upp nýtt merki
848.3 Snjór á vegi.
900 Önnur merki
Óverulegar breytingar eru gerðar á flokki annarra
merkja. Smávægilegar breytingar eru gerðar
á skipulagi merkinga og merki Þverslá vegna
hæðartakmarkana og Lokunarþverslá eru sameinaðar
í eitt merki 908 Hindrunarslá.
1000 Yfirborðsmerkingar
Í næsta blaði verður fjallað um yfirborðsmerkingar,
umferðarljós og merkjagjöf við umferðarstjórn.
Tákni tveggja merkja sem voru í eldri reglugerð er
breytt mikið til að forða ruglingi við erlend merki.
812 Leiðbeinandi hámarkshraði. Hvítur hringur sem
var umhverfis töluna fyrir hraðann er fjarlægður, til
samræmis við Vínarsáttmálann og alþjóðlega notkun
merkisins. Breytingin dregur jafnframt úr hættu á
ruglingi við merki 455 Lágmarkshraði. Um 1.200 slík
merki eru nú við þjóðvegi landsins og þeim þarf að
skipta út.
860 Keðjunarstaður tekur breytingum vegna
ruglingshættu við merki D, 9 Snow chains compulsory í
Vínarsáttmálanum um keðjuskyldu og færist jafnframt
úr flokki upplýsingamerkja í flokk undirmerkja.
Breytt merki