Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 20

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 21 Þingskálavegur (268) verður endurbyggður á 7,5 km kafla í sumar. Vegurinn verður að stærstum hluta í sömu veglínu og áður en færist til á um 300 m kafla við bæinn Heiði, þar sem lagt verður nýtt ræsi í Heiðarlæk. Þingskálavegur byggður upp „Verktakinn hófst handa í lok mars og verkið hefur gengið ágætlega,“ segir Héðinn Hauksson á umsjónardeild Suðursvæðis Vegagerðarinnar. Verktaki er Þjótandi á Hellu sem bauð 260 m.kr. í verkið og var lægstbjóðandi í útboði Vegagerðarinnar sem opnað var í janúar. Verkið snýst um endurbyggingu á Þingskálavegi á 7,5 km kafla frá slitlagsenda við bæinn Heiði á Rangárvöllum og að slitlagsenda við Örlygsstaðamela í Rangárþingi ytra. Skipta þarf út nokkrum ræsum og ristarhliðum en í verkinu felst einnig endurmótun nokkurra tenginga að aðliggjandi minni vegum. Núverandi vegur verður breikkaður nokkuð. Hann var áður 5 til 6 m breiður malarvegur en verður eftir framkvæmdir 6,5 m breiður, uppbyggður vegur, með 6,3 m breiðu bundnu slitlagi. Lagt verður nýtt burðarlag, styrktarlag og klæðing auk þess sem vegfláar verða lagaðir til að auka umferðaröryggi. → Þingskálavegur verður færður á 300 metra kafla við Heiðarlæk. ↙ Gert verður uppistöðulón í Heiðarlæk að ósk landeiganda ↓ Efnistaka er í námu við Þingskálagryfju.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.