Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 7
6 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 7 Hámarkshraði um brúna hefur verið lækkaður í 30 km/ klst. Hjáleið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er ofan brúarinnar við Árbæjarstíflu. Hliðra þarf akreinum og verða göngu- og hjólastígar á brúnni nýttir fyrir bílaumferð. Búast má við umferðartöfum meðan á viðgerðum stendur en vegfarendur eru sérstaklega beðnir um að sýna tillitssemi og aka með varúð um vinnusvæðið. Þegar brúnni verður lyft upp verður henni lokað og umferð vísað niður á Reykjanesbraut og um Ártúnsbrekku. Vinnusvæðið er afmarkað austan megin á brúnni en vinnuflokkar Vegagerðarinnar sjá um viðgerðirnar. Vinnuskúrar voru settir upp í Elliðaárdal. Tekið verður sérstakt tillit til viðkvæms lífríkis í Elliðaánum og þess að veiðitímabilið hefst um miðjan júní. Áætlað er að verkinu ljúki í kringum 20. júní. Brúin sem var byggð árið 1981 er í tveimur höfum og 105 metrar að lengd. Lengst af var hún í eigu Vegagerðarinnar en er nú í veghaldi Reykjavíkurborgar þar sem brúin er hluti af vegum og vegamannvirkjum sem færðust úr flokki skilavega og yfir í flokk sveitarfélagsvega þann 1. janúar 2022. ↑ Brúin er við Árbæjarstíflu. ↑ Lagt verður kapp á að ljúka viðgerðum áður en veiðitímabilið í Elliðaánum hefst um miðjan júní. ↓ Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar voru kallaðir til Reykjavíkur til að gera við brúna.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.