Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 9
8 Framkvæmdafréttir nr. 730
2. tbl. 32. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 730
2. tbl. 32. árg.
9
Stálbitarnir sem voru notaðir í brúna voru smíðaðir í
Póllandi. Þeir voru síðan settir saman af starfsmönnum
brúarflokksins þannig að til varð 43 metra langur
stálbiti sem vóg 27 tonn. „Það var nokkur áskorun að
setja stálbitana saman uppi á vegi því það var mjög
kalt á þessum tíma. Við byggðum okkur því skýli sem
við gátum sett yfir bitana meðan við unnum,“ lýsir
Vilhjálmur.
Töluverð aðgerð var að hífa stálbitann á stöpla
brúarinnar. „Við vorum með þrjár stórar beltagröfur sem
tóku þetta á milli sín, tvær uppi á vegi og eina ofan í
ánni. Þetta tók um sex tíma og gekk nokkuð vel enda
var búið að bora áður fyrir öllum festingum.“
Næsta verk var að setja timburgólf ofan á stálbitana,
en timbureiningar voru fengnar úr bráðabirgðabrú sem
notuð var yfir Steinavötn meðan á byggingu brúar stóð
þar. Að lokum voru sett vegrið á brúna og fyllt upp að
endum hennar. Verkinu lauk í mars á þessu ári.
Brúin er nú mun öruggari og þó hún sé enn einbreið
er hún þó hálfum metri breiðari en áður, eða 3,60
metrar að breidd. Vilhjálmur segir íbúa hafa verið mjög
þolinmóða en þeir þurftu að aka hjáleið til Hóla. „Fólk
var mjög jákvætt og glatt að fá betri og aðeins breiðari
brú.“
↑
Brúarflokkurinn byggði skýli yfir stálbitana meðan unnið var að
samsetningu þeirra.
↑
Þrjár beltagröfur voru notaðar til að hífa stálbitann á sinn stað en
hann var 43 metrar á lengd og vóg 27 tonn.
↑
Gamla brúin var það illa farin að ákveðið var að byggja upp burðarbita
hennar og setja í staðinn stálbrú með timburgólfi.
↓
Brúin nærri tilbúin. Aðeins á eftir að moka að endum hennar.