Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 9

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 9
9 Nú þegar Hinsegin dagar eru gengnir í garð langar mig að byrja á því að óska hinsegin samfélaginu hjartanlega til hamingju. Það er þökk þeim mörgu kynslóðum baráttufólks fyrir mannréttindum hve margt hefur breyst og áunnist síðan fyrstu frelsisgöngurnar voru haldnar í Reykjavík árin 1993 og 1994. Í dag er Ísland í 2. sæti Regnbogakorts ILGA-Europe samtakanna sem er viðurkenning á hinni miklu skuldbindingu Íslands til jafnréttis, inngildingar og réttarverndar fyrir hið fjölbreytta hinsegin samfélag. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefst á eftirfarandi orðum: „Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum.“ Þessi orð eru ekki einungis yfirlýsing heldur eru þau ákall eftir aðgerðum. Evrópusambandið tekur þetta ákall alvarlega. Við höfum fest grunngildi um jafnrétti og jafnræði í stofnsáttmála okkar og erum stolt af því að vera meðal fremstu stuðningsaðila og verndara mannréttinda á heimsvísu og tala fyrir jafnrétti, mannlegri reisn og virðingu fyrir hverri manneskju. Evrópusambandið styður dyggilega við bakið á baráttufólki sem berst fyrir jafnrétti í sínum heimalöndum og aðstoðar það í baráttunni fyrir aukinni réttarvernd hinsegin fólks og betri jafnréttislögum við hvert tækifæri, hvar sem er og hvenær sem er. Þó að Evrópusambandið samanstandi af samfélögum sem mörg hver mælast einna hæst á heimsvísu hvað jafnrétti varðar, þá vitum við að það er alltaf meira verk að vinna. Frelsi, jafn­ rétti, öryggi og mannréttindi ættu að vera óumdeilanleg réttindi hverrar manneskju og mynda grundvöllinn að hverju velmegandi samfélagi. Þess vegna hefur Evrópusambandið skuldbundið sig til þess að stofna Jafnréttissambandið (e. Union of Equality) sem er umfangsmikill stefnupakki sem ætlað er að taka á þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir jafnrétti og inngildingu. Aðgerðaáætlun okkar í málefnum hinsegin fólks 2020-2025 eflir aðgerðir Evrópusambandsins gegn mismunun og hatursorðræðu með hertri löggjöf og aukinni fjárveitingu þar á meðal til verkefna sem miða að því að styrkja raddir hinsegin fólks innan sem utan Evrópu. Okkur er umhugað um inngildingu og aðgengismál og þess vegna ætlar Evrópusambandið og aðildarríki þess að veita Hinsegin dögum í Reykjavík aftur fjárstyrk til þess að tryggja hjólastólaaðgengi og túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta svo að sem flestir geti notið hátíðarinnar sem best. Gleðilega Hinsegin daga! As we enter Pride season here in Reykjavík, let me start by offering my warm congratulations to the LGBTQI+ community. Thanks to generations of human rights activists, much has changed since the very first liberation marches were held in Reykjavík in 1993 and 1994. Today, Iceland ranks second in the ILGA-Europe’s Rainbow Map, recognising Iceland’s exceptionally high degree of commitment to equality, inclusion, and legal protection for the diverse LGBTQI+ community. The Universal Declaration of Human Rights starts with the following words: “All human beings are born free and equal in dignity and rights.” These words are more than a declaration; they are a call to action. The European Union takes this call to heart. We have enshrined the core values of equality and non-discrimination in our foundational treaties, and we are proud to be a top promoter and defender of human rights globally, advocating for the equality, dignity and respect of all human beings. The European Union supports human rights activists championing equality in their own countries, aiding their pursuit of greater LGBTQI+ protection and advocating for equality-strengthening laws whenever and wherever possible While the European Union is home to some of the most equal societies in the world, we recognise that there is always more work to do. Freedom, equality, safety and human rights for all should be undisputable and are key to any prosperous society. That is why the European Union is committed to the creation of a real Union of Equality through multiple policies aimed at addressing barriers to equality and inclusion. Our LGBTQI+ Equality Strategy 2020-25 steps up the European Union’s actions against discrimination and hate speech through tougher legislation and increased funding to projects aimed at amplifying the voices of LGBTQI+ persons — both within and outside Europe. Inclusion and accessibility matters to us. That is why again this year, the European Union and our Member States are providing financial support to Pride accessibility measures - such as sign- language interpretation and wheelchair access - to make sure the event can be enjoyed by as many as possible. Happy Pride! Evrópusambandsins á Íslandi Delegation Of The European Union To Iceland RVK Pride 2024: Statement by Lucie Samcová-Hall Allen, EU Ambassador
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.