Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 11

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 11
11 Skemmtistaðurinn Kiki hefur löngum verið helsti samkomustaður hinsegin fólks á Ís­ landi og því vakti það athygli margra þegar tilkynnt var um nýja forystu staðarins fyrr í sumar. Að vonum var hinsegin samfélagið forvitið um það hvað það yrði sem myndi breytast með nýjum áherslum, en jafnframt var fólki hugleikið hvort þeir þættir starf­ seminnar sem fólki þykir vænt um myndu halda sér. Eitt af því sem hvað mest var spurt um, var hvort Edda dyravörður yrði ekki örugglega í hurðinni. Og svarið er: Engar áhyggjur. Edda er ekki að fara neitt. Edda Vigdís hefur verið í hurðinni á Kiki í áratug. Raunar á hún tíu ára dyragæslu­ afmæli á Landleguballinu á Hinsegin dögum í ár, en þá er nákvæmlega áratugur síðan að henni bauðst starf við dyrasgæslu á þessum álagspunkti, en þá starfaði Edda á nætur­ vöktum á bensínstöð. Hún sló til, og núna, tíu árum síðar, hefur hún ekki aðeins staðið í hurðinni og gætt öryggi staðarins, heldur stýrir hún gæslunni á Kiki og fleiri stöðum í miðborg Reykjavíkur. Úr einu karaoke í annað Edda Vigdís var nýkomin heim úr skipti­ námi í Japan þegar hún fékk þetta tækifæri sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á líf hennar. „Ég útskrifaðist úr MR og fékk mesta námsleiða í heimi,“ segir Edda og útskýrir að hún hafi alltaf haft gaman af tungumálum. Hún átti litla frasaorðabók á japönsku, enda hefur hún áhuga á japanskri menningu: bardagaíþróttum, tölvuleikjum og japönskum bíómyndum. „Svo sá ég að það var verið að bjóða upp á japönskunám í há­ skólanum og sló til,“ segir Edda, sem var í eitt ár í Kyoto og hefur farið reglulega til Japan síðan þá. „Á tímabili var planið að vinna úti í Japan, en svo tekur lífið mann í furðulegar áttir.“ Edda lýsir því að hún hafi eiginlega festst í dyragæslunni og lagt drauminn um fasta búsetu í Japan á hilluna. „Japan er samt alltaf einhvers staðar þarna á bakvið,“ segir hún og bætir við að hún tali ennþá japönsku, þó 12 ár séu liðin frá því hún bjó þar. Órjúfanleg tengsl Kiki-fjölskyldunnar Eins og áður segir var Eddu boðið hlutastarf við gæslu á Kiki, sem svo síðar varð hennar aðalstarf. Það var fyrst og fremst þetta hins­ egin umhverfi sem Edda varð ástfangin af og olli því að hún hefur enst svona lengi í þessu starfi. „Það er Kiki-fjölskyldan sem heldur mér í starfinu,“ segir Edda og listar upp þau sem tilheyra þessari fjölbreyttu fjölskyldu: fastakúnnar, dyraverðir og starfsfólk. „Það eru órjúfanleg tengsl sem myndast hjá þeim sem vinna saman í þessu ruglaða umhverfi sem skemmtanalífið í Reykjavík er,“ segir Edda og lýsir því hvernig þessi tengsl haldist að eilífu. „Við skiljum hvert annað og vitum hvaðan við erum að koma,“ útskýrir Edda og lýsir því hvernig þetta starf sé svolítið eins og að vinna á leikskóla: „Seint um nótt er fólk komið svolítið aftur í frumþarfirnar og þá er það okkar að passa upp á að fólk fari sér ekki að voða, að þau skemmi ekki neitt og að þau komist heim.“ Hún bætir við að það sé ekki algilt og að fólk skemmti sér á mismun­ andi vegu, en að hún viti aldrei að hverju hún gangi þegar hún mæti á vakt. „Það kemur margt upp og það má ekki láta það stoppa sig. Það þarf að ganga í hlutina strax.“ Einkennisklædd í eigin samfélagi Dyravörðurinn Edda er sjálf partur af hins­ egin samfélaginu, en er samt reglulega spurð hvort hún eigi kærasta. „Ég verð alltaf jafn hissa — mér finnst eins og það sé stimplað á ennið á mér að ég sé hinsegin — en það er náttúrulega alls konar fólk sem sækir stað­ inn og ekki öll eru hinsegin,“ segir Edda og bætir við að eitt af því mest heillandi við staðinn sé einmitt það að fá að vera hluti af hinsegin samfélaginu í vinnunni líka. „Það er þessi tilfinning að við séum partur af einhverri heild.“ Þegar hún er spurð hvort það sé ekkert skrítið að vera alltaf í vinnunni á hinsegin viðburðum lýsir hún því að henni líði vissulega eins og hún hafi óvart fest sig á ákveðnum jaðri samfélagsins. „Það er ekki oft sem ég tek þátt í hinsegin við­ burðum án þess að vera í einkennisklæðn­ aði,“ segir Edda og hlær og bætir við að hún nenni hvort sem er lítið niður í bæ þegar hún á frí. „Ég nenni ekki miðbænum. Frekar vil ég bara spila með vinum mínum. Ég get bara dansað þegar ég er í vinnunni,“ bætir hún við og lýsir því hvernig það eru forréttindi að fá að vera hluti af stemmingunni og á vakt samtímis. „En auðvitað væri gaman líka að geta tekið þátt án þess að vera alltaf að hugsa um öryggi og gæslu,“ segir Edda og bendir á að fyrirtækið hennar sé bókað nánast allan sólarhringinn yfir Hinsegin daga. „Við erum bókuð á nánast öll giggin yfir Pride. Ég þarf bara að fara að klóna mig.“ Metnaðarfull forysta Eins og fyrr segir hefur ný forysta tekið við rekstrinum á Kiki og það leggst bara vel í Eddu. „Eldmóðurinn hefur aðeins farið úr rekstrinum eftir heimsfaraldur, sem er kannski eðlilegt. Það var erfitt fyrir alla rekstraraðila miðbæjarins,“ útskýrir Edda og segist hlakka til að sjá hvaða hugmyndir nýir aðilar komi inn með. „Ég er rosa ánægð með að það sé komið nýtt blóð inn sem hefur mikinn metnað fyrir því að gera staðinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.