Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 19

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 19
19 „…svo að stutt varð á milli þeirra…“ Guðrún Jónasson andaðist 5. október 1958, 81 árs að aldri. Tilkynning um jarðarför Guðrúnar frá Dómkirkjunni birtist á forsíðu Morgunblaðsins og var athöfninni útvarpað. Borgarstjórinn í Reykjavík var á meðal þeirra sem báru kistuna. Tilkynningin var undirrituð: „Gunnþ. Halldórsdóttir og fósturbörn“. Tæplega fjórum mánuðum síðar, 15. febrúar 1959, lést Gunnþórunn, þá 87 ára. Minningargreinar bera þess merki að merkar konur hafi kvatt þennan heim. Daginn sem jarðarför Gunnþórunnar fór fram, 24. febrúar 1959, birtist grein í Morgunblaðinu eftir Lárus Sigurbjörnsson: „Í hóp kostgangara í matsölu móður hennar [Helgu] bættist veturinn 1905 ung stúlka frá Ameríku, sem snúið hafði aftur til Íslands með föður sínum. Það var frú Guðrún Jónas­ son, og þar sem Gunnþórunn varð einmitt um þetta leyti viðskila við félaga sína í Leik­ félagi Reykjavíkur, sem stofnað var 1897, sló Guðrún upp á því við Gunnþórunni, að þær gerðu félag með sér um verzlunarrekstur. Verzlun þeirra óx og dafnaði frá fyrsta vísi við Amtmannsstíginn, og þær stöllur fylgdust að ævilangt, alla tíð búsettar við stíginn sinn í Þingholtunum. Frú Guðrún lézt fyrir skömmu, svo að stutt varð á milli þeirra, en Þingholtin sýnu fátækari, er báðar hinar merku konur eru á braut horfnar, tregaðar af fjölmörgum bæjarmönnum en þó einkum fósturbörnum, sem þær tóku að sér og önnuðust af móðurlegri umhyggju.“ Vinur, stöllur, stallsystur, vinkonur… Samlífi Guðrúnar og Gunnþórunnar var lýst á marga vegu á opinberum vettvangi í 50 ára sambúð. Þær voru kallaðar vinur, stöllur, stallsystur, vinkonur… Hér fer þó best á því að leyfa þessum merkilegu konum að eiga síðasta orðið og skilgreina sig sjálfar: Í bréfi sem þær sendu einu af barnabarni sínu skrifa þær einfaldlega undir — „ömmurnar þínar“. Hinsegin skjalasafn Hinsegin skjalasöfn eiga sér langa sögu og eiga rætur að rekja til einstaklinga og grasrótarfélaga. Sérsöfn og sérfræði­ þekking eru nauðsynleg til að varðveita, rannsaka og miðla jaðarsögum. Höfundar hvetja til stofnunar hinsegin skjalasafns á Íslandi. Á Nesjum áttu þær ánægjulegar stundir með fósturbörnum sínum og barnabörnum, Gunnþórunn var þekkt fyrir að sitja alltaf á sama kassa og dorga í Þingvallavatni. Frá þessum stundum hefur varðveist fallegt sönnunargagn, áðurnefnt fjölskyldumynd­ band, varðveitt á Kvennasögusafni, þar sem Guðrún og Gunnþórunn sjást standa saman á svölum bústaðarins og horfa yfir landareign sína. Fyrirmyndarborgarar Guðrún og Gunnþórunn voru atkvæða­ miklar í íslensku samfélagi á fyrri hluta liðinnar aldar og tóku virkan þátt í félagasamtökum ásamt því að reka hagnaðarsöm fyrirtæki. Guðrún rak verslun í Austurstræti og Gunnþórunn í Eimskipa­ félagsshúsinu og þær áttu útibú á Ísafirði og í Hafnarfirði. Báðar voru meðlimir í Kven­ réttindafélagi Íslands þar sem þær töluðu fyrir kosningarétti kvenna. Guðrún náði formannssætinu af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur um stund og Gunnþórunn sat einnig í stjórn. Þá var Guðrún lengi formaður fjáröflunar­ nefndar Kvennaheimilisins Hallveigarstaða. Umfjallanir um þær í blöðum og tímaritum eru fjölmargar, yfirleitt jákvæðar en þó er ekki öll sagan sögð. Guðrún var alltaf titluð „frú“ í íslenskum dagblöðum og Gunnþórunn ávallt titluð „fröken“, „ungfrú“ eða „jungfrú“. Tilkynnt var í dagblöðum um ferðalög þeirra, eins og annarra einstaklinga sem töldust fyrirfólk þeirra tíma. Þannig má rekja ferðir þeirra, hvorrar í sínu lagi og saman, innan lands og utan. En eins og gildir um aðra opin­ bera einstaklinga voru þær ekki óumdeildar. Þar má nefna brotthvarf Gunnþórunnar úr Leikfélagi Reykjavíkur snemma á öldinni og pólitísk átök Guðrúnar við vinstri vænginn þar sem hún talaði á móti jafnaðarstefnunni. Guðrún og Gunnþórunn voru greinilega mikilvirkar og flokkaðar með efri stéttum í íslensku samfélagi á fyrri hluta aldarinnar. Báðar voru félagar og stjórnarmeðlimir í Góð­ templarareglunni og komu fram á skemmti­ kvöldum félagsins. Guðrún var formaður og stofnandi kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands frá stofnun 1930 til dauðadags svo og Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937 til 1955. Gunnþórunn var kjörin heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur árið 1938 og vann töluvert fyrir Ríkisútvarpið sem leikkona og við upplestra, þar á meðal í barnatíma útvarpsins. Báðar voru sæmdar stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, Gunnþórunn árið 1945 fyrir leiklistarstörf og Guðrún fyrir störf í þágu slysavarna árið 1955. Heimildir KSS 77. Guðrún Jónasson. KSS 78. Gunnþórunn Halldórsdóttir. KSS 2021/19. Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttir. LMÍ 2023/14. Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Ljósmyndasafn Íslands. Skjalasafn Ríkisútvarpsins. www.kvennasogusafn.is www.leikminjasafn.is www.timarit.is www.huldukonur.is Höfundar þakka Þorvaldi Kristinssyni fyrir ómetanlega aðstoð. Myndatextar 1.  Stórmerkileg mynd af „vinunum“ haldast í hendur. 2. Pungur Gunnþórunnar Halldórsdóttur. 3. Hárflétta Guðrúnar og sígarettukassinn. 4. Skjáskot af Guðrúnu og Gunnþórunni á svölunum á Nesjum, kannski að dást að jarðareigninni eða líta eftir veiðiþjófum. 5. Guðrún og Gunnþórunn verja jörð sína. Þessi auglýsing birtist á forsíðu Morgunblaðsins árið 1923. 6.  Gunnþórunnarnautur. Gunnþórunn bar skálina á hestbaki norður í land og gaf Herdísi Pétursdóttur, prestsfrú. 7. Auglýsingar sem birtust í kvennatímaritinu Brautin árið 1928. Sitthvor auglýsingin en þó saman. Lýsandi fyrir þeirra samlíf. 8. Bréfið frá „ömmunum“. Ártal vantar. Besties Actress Gunnþórunn Halldórsdóttir and city councilor Guðrún Jónasson lived in Reykjavík, Iceland, during turbulent times in the late 19th and early 20th century when the village was turning into a town. For more than 50 years they shared a home at Amtmannsstígur 5 and were prominent members of Icelandic society. They also owned farmland by Þingvellir, ran multiple businesses and raised three foster children.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.