Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 24

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 24
24 Orðið rómantík er í orðabók skilgreint sem það sem varðar ástir. Við hinsegin fólk eigum það mörg sameiginlegt að hafa fundið fyrir skömm á svipuðum slóðum og við finnum fyrir ást eða hrifningu. Þess vegna dýrka undirrituð bækur sem styrkja og fagna ást (og þrá og kynlífi) hinsegin fólks. Á dögunum kom út íslensk skáldsaga sem tilheyrir þessum flokki, Ljósbrot eftir Ingileif Friðriksdóttur, og við vonum að gullöld íslenskra hinsegin ástarsagna sé nú hafin. Við hvetjum lesendur Tímarits Hinsegin daga því eindregið til þess að gleyma sér í undraheimi ástarsögunnar — og setjast svo við skriftir! Við þurfum ekki alltaf raunsæi og fagurbókmenntir, við eigum það líka skilið að lesa bækur sem gleðja okkur einfaldlega og þar sem allt endar vel.* *Hér vildi Villi Ósk koma með happy ending brandara en Þorbjörg stöðvaði hán með harðri hendi. Alexis Hall Við, höfundar þessa bókahorns, erum haldin (algjörlega venjulegu og alls ekki þráhyggju­ kenndu) æði fyrir breskum höfundi sem skrifar undir skáldanafninu Alexis Hall. Það er óhætt að segja að hann sé gríðarlega fjölhæfur penni, en við urðum ástfangin af skrifum hennar þegar við lásum bókaflokkinn Spires. Flokknum má lýsa best sem könnun á því hvað tengir og sameinar tvo einstaklinga, hvenær hægt er að brúa bilið á milli þeirra og hvenær bilið er einfaldlega of stórt. Það sem einkennir rómantískar bækur Alexis Hall fyrst og fremst eru frábærar lýsingar á nánd, sérstaklega góð persónusköpun og húmor sem fær mann til þess að hlæja upphátt. Hér eru þrjár uppáhaldsbækurnar okkar eftir hán: A Lady for a Duke I cannot meet him as a stranger. But he has never known me as myself. Hvað þarf trans kona á 19. öld að gera til þess að geta lifað sínu rétta lífi? Árið er 1815. Viola nýtir sér glundroðann í orrustunni við Waterloo, yfirgefur besta vin sinn, lætur sig týnast og skapar sér nýtt líf sem kona — án allra titla og auðæfa. Nokkrum árum síðar krefst húsfreyja hennar að hún fari með henni á setur hertogans Gracewood, til þess eins að uppgötva að hann er fullkomlega niðurbrotinn yfir andláti besta vinar síns. Getur hún sagt honum sannleikann? Mun Gracewood þekkja hana aftur? Trans aðal­ persóna, heitur hertogi, neysla, þunglyndi og sjóðheit ást — allt í 19. aldar búningi. For Real I want to give him everything, and the things I can't give, I want him to take. Laurie er bráðalæknir á fertugsaldri sem er orðinn langþreyttur á kink-senunni í London. Hann hefur fyrir löngu gefist upp á því að finna ástina aftur, enda hefur hann verið í sex ára samfelldri ástarsorg. Toby er ungur og algjörlega óreyndur á senunni en veit ná­ kvæmlega hvað hann vill. Við tekur ástar­ saga þar sem BDSM spilar stórt hlutverk í því að sýna nándina sem verður til á milli þessara ólíku einstaklinga.* Bókin er troð­ full af angist, kynlífi og ást sem brúar bil sem virðast allt of stór í fyrstu, enda er hún hluti Spires-seríunnar. Hinar bækurnar í þessari laustengdu seríu heita Pansies, Waiting for the Flood og Glitterland. Við mælum með þeim öllum. *Varúð, þessi bók er hot as hell. Boyfriend Material I think what you're underestimating here is how much better I can get and still be a complete disaster. Lucien O’Donnell er sonur tveggja rokk­ stjarna frá níunda áratugnum og eilíft við­ fang bresku slúðurpressunnar. Eftir birt­ ingu enn annarrar óheppilegrar myndar af honum þar sem hann liggur eins og dauða­ drukkinn á götunni með kanínueyru er hann á barmi þess að missa vinnuna. Eina leiðin sem hann sér út úr því er að kynnast manni sem nýtur virðingar og reyna með því að bæta ímynd sína. Úr verður að hinn kaótíski Luc og strangi lögmaðurinn Oliver Black­ wood, sem Luc hefur raunar aldrei þolað, þykjast vera saman. En hvenær eru þeir að þykjast og hvenær er tengingin raunveru­ leg? Frábærlega skemmtileg bók með frekar ótrúverðugum en óendanlega fyndnum auka­ persónum, hinsegin vinahóp sem við viljum vera í og ástarsögu sem er jafn fyndin og hún er hjartnæm. Villi Ósk Vilhjálms og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Ást á prenti Queer Love in Print We hope that we are witnessing the dawn of a golden era of romance novels, written by Icelandic authors and focusing on queer love. Presented here is a selection of queer romance novels for readers to check out and perhaps even get inspired to pick up the pen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.