Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 32

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 32
32 Á hverjum þriðjudegi gerast töfrandi hlutir í húsi einu við Barónsstíg 32a. Húsið sem alla jafna hýsir félagsmiðstöðina 100og1 breytist í hjarta samfélags hinsegin ungmenna, Hinsegin félagsmiðstöð S‘78 og Tjarnar­ innar. Hinsegin félagsmiðstöðin byrjaði sem tilraunaverkefni árið 2016 þegar Samtökin ‘78 og Reykjavíkurborg tóku höndum saman til að skapa öruggan stað fyrir hinsegin ungmenni til að þroskast, vaxa og dafna. Félagsmiðstöðin er nú opin öll þriðjudags­ kvöld frá klukkan 19:30-21:45 en í henni starfa bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar sem taka ungmennunum opnum örmum og leggja allt í sölurnar til að búa þeim þetta örugga athvarf með gleði, stuðning og hlýju að leiðarljósi. Í félagsmiðstöðina leita um 100 ungmenni í hverri viku — og þörfin fer ekki minnkandi. Í félagsmiðstöðinni gerast kraftaverk Höfundur hefur orðið vitni að ótal kraftaverkum í starfi sínu sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar síðustu átta ár. Ég hef séð ungmenni sem læðast inn í fyrstu heimsókn, hvísla nafn sitt og þora ekki að taka pláss. Ég hef fylgst með þessum sömu ungmennum taka umbreytingum, opna sig og verða ungt fólk sem hleypur um með sinn eigin fána bundinn um hálsinn eins og ofurhetjuskikkju og standa stolt með öðrum hinsegin ungmennum á vagni í Gleði­ göngunni. Sögur sem þessar eru orðnar ótal­ margar á síðustu átta árum og það er ekki óalgengt að ég rekist á ungt fólk á förnum vegi sem segir mér hversu djúpstæð áhrif félagsmiðstöðin hafði á líf þeirra á sínum tíma. Rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni upplifa verri líðan en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra og lífsánægja þeirra mælist almennt verri en annarra ungmenna, sem er eitt og sér verulegt áhyggjuefni. Þá eru þau í aukinni hættu á að leiðast út í ýmiss konar áhættuhegðun og eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og eins eru sjálfsvígshugsanir og -tilraunir algengari meðal þeirra sem tilheyra þessum hópi en jafnaldra þeirra. Að hafa öruggt aðgengi að fullorðnum fyrirmyndum líkt og í Hinsegin félagsmiðstöðinni getur, og hefur, dregið úr áhættuhegðun, bætt líðan og sjálfsmynd ungmennanna og því er mikilvægt að þau hafi þennan stað til að þroskast með jafnöldrum sínum undir vökulum augum fagfólks á sínu sviði. Nauðsyn þess að tryggja reksturinn til frambúðar Það er dýrmætara en hægt er að færa í orð að geta boðið hinsegin ungmennum upp á það örugga athvarf sem Hinsegin félagsmiðstöðin er og það ætti í raun að vera sjálfsagt — en það er því miður ekki svo. Það er nefnilega sorgleg staðreynd að Hinsegin félagsmiðstöðin er rekin á verulega litlu fjármagni ár frá ári. Svo litlu að það er í raun kraftaverk að starfið hafi vaxið og dafnað eins vel og raun ber vitni. Það sem hófst fyrir átta árum sem metnaðarfullt tilraunaverkefni hefur fyrir löngu sannað sig en er þrátt fyrir það enn fjármagnað sem slíkt. Reykjavíkurborg hefur staðið undir rekstri félagsmiðstöðvarinnar að mestu leyti en ungmenni af öllu höfuðborgarsvæðinu sækja hana. Það fjármagn sem Reykjavík leggur til nægir hins vegar ekki til að tryggja rekstur hennar eða að hún geti raunverulega staðið undir þeirri starfsemi sem hinsegin ungmenni þurfa og eiga skilið. Undanfarin ár hafa styrkir einstaklinga og þróunar­ styrkir brúað bilið, oft á síðustu stundu, en á það fjármagn verður ekki treyst til lengri tíma. Það skiptir verulegu máli að jafnt fjármögnun og rekstur hinsegin félagsmið­ stöðvar verði tryggð til frambúðar, hvort sem það verður gert með auknu fjárframlagi Reykjavíkurborgar, þátttöku nágranna­ sveitarfélaga í rekstrinum eða varanlegu framlagi barna- og menntamálaráðuneytis. Það er flókið að vera hinsegin ungmenni Það er krefjandi að vera ungmenni og við sem eldri erum vitum hvað það tímabil getur verið pínlegt, vandræðalegt og erfitt. Þrátt fyrir þær miklu samfélagslegu breytingar sem hafa orðið á síðustu árum og áratugum verður hinsegin fólk enn fyrir áreiti og ofbeldi, auk þess sem það er oft erfitt að horfast í augum við eigin hinseginleika. Það er í sjálfu sér flókið að vera unglingur og það verður enn flóknara þegar þú finnur að þú ert Þar sem þau hafa frelsi til að vera þau sjálf Hinsegin félagsmiðstöð S‘78 og Tjarnarinnar Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar að einhverju leyti öðruvísi. Þá býður hinsegin félagsmiðstöð upp á öruggt athvarf þar sem ungmenni geta verið þau sjálf án fordóma, ofbeldis og áreitis. Þar eiga þau athvarf þar sem þau geta verið 100% þau sjálf án þess að þurfa að fela sig, afsaka sig eða minnka sig. Mörg ungmenni finna í fyrsta sinn stað þar sem þau tilheyra og hitta önnur ungmenni í sömu stöðu, geta speglað sig í öðrum og með því skilið sig sjálf og heiminn betur. Á meðan við búum ennþá í samfélagi þar sem fordómar, ofbeldi og áreiti gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð, skiptir máli að ungmenni sem eru enn að átta sig á hinsegin­ leika sínum og heiminum í kringum sig eigi öruggt skjól og hafi aðgang að fullorðnum fyrirmyndum sem eru tilbúnar að standa með þeim í einu og öllu og styðja þau um þá grýttu slóð sem blasir við þeim. Því verðum við að taka höndum saman um að tryggja hinsegin ungmennum öruggt rými þar sem þau hafa frelsi til að vera þau sjálf og fá að þroskast á eigin forsendum. Where They Are Free to Be Themselves Every week, on Tuesday nights, around 100 teens visit the Queer Youth Center in downtown Reykjavík. A magical place where young queer people find a safe space to be themselves in the company of their peers. The center has been open for the past eight years, welcoming individuals that often have a hard time finding their footing, having few people to relate to in their immediate surroundings. Because of societal stigma, queer youth is a vulnerable group, for example being more likely to consider or attempt suicide than others in their age group. In view of this, it is critical that more funding for the Queer Youth Center be secured, so that this service can be guaranteed for many many years to come. Young queer people and their parents also share stories about their experience of the Queer Youth Center.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.