Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 33

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 33
33 Ég byrjaði að fara í Hinsegin félagsmiðstöðina september 2016 og missti bara af tveimur þriðjudögum á þeim ca. 6 árum sem ég mætti. Sem eina manneskjan í grunnskólanum mínum sem var komin út úr skápnum svona snemma, hjálpaði Hinsegin félagsmið­ stöðin mér rosalega mikið að finna tengingu í hinsegin félagsskap sem hjálpaði mér að vaxa og dafna sem hinsegin einstaklingur. Ég eignaðist marga af mínu bestu vinum þar og vingaðist við æðislega starfsfólkið sem ég er endalaust þakklát fyrir. Hinsegin félagsmið­ stöðin hreinlega bjargaði mér. – Silja Sól Ernudóttir Þegar ég var í áttunda bekk kom ég út úr skápnum. Hálfu ári seinna keyrði pabbi mig niður á Suðurgötu 3 og beið með mér í bílnum eftir því að ég þyrði að fara inn. Ég fór á endanum inn en það var það erfiðasta sem ég hafði gert. Hjartað ætlaði út úr bringunni, það sló svo fast. Þetta breytti öllu fyrir mig. Það sem öðrum fannst um mig hætti að skipta máli því að ég vissi að það var fólk sem samþykkti mig eins og ég er. Hinsegin félags­ miðstöðin bjargaði litlu Sölku sem fannst hún ekki eiga sér stað í þessum heimi og fyrir það er ég ævinlega þakklát. – Salka Snæbrá Hrannarsdóttir Hinsegin félagsmiðstöðin á stóran stað í hjarta mínu. Starfsfólkið sýndi mér endalausan stuðning þegar ég þurfti á honum að halda og ég kynntist frábærum vinum þar vitandi að ég myndi ekki vera vera dæmdur fyrir að vera sú manneskja sem ég er. Að sækja Hinsegin félagsmiðstöðina hélt mér gangandi í gegnum erfiða tíma og án stuðnings fólksins þar hefði ég mögulega ekki lært að njóta lífsins í dag. – Aron Daði Ichihashi Jónsson Táningar þurfa félagsskap annarra táninga sem þeir geta speglað sig í, borið saman upplifanir og prófað sig áfram í mannlegum samskiptum. Hinsegin félagsmiðstöðin gefur hinsegin táningum rými til að finna að þau séu ekki álitin öðruvísi af jafnöldrum sínum og það er ótrúlega dýrmætt, jafnvel ef það er aðeins mögulegt eitt kvöld í viku. – Nóam Óli Stefánsson Þegar ég var yngri passaði ég ekki inn í hóp jafnaldra minna og upplifði mig sem frá­ brigði við normið. Í Hinsegin félagsmiðstöð­ inni var enginn að krefjast þess að ég út­ skýrði sjálfan mig. Ég fékk að vera og upplifa mig sem eðlilegan ungling. – Andreas Tinni Waage Hinsegin félagsmiðstöðin fyrir mér er fyrst og fremst öruggt rými fyrir öll hinsegin ung­ menni. Það er svo frábært að fá að tilheyra hópnum einhvers staðar og fá að skemmta sér eins og aðrir unglingar án þess að þurfa að hafa áhyggjur! – Valtýr Helgason Hinsegin félagsmiðstöðin fyrir mér var algjör bjargvættur þar sem ég átti mjög erfitt með að finna sjálfan mig síðan ég man eftir mér. Þetta rými lét mig upplifa mikil þægindi og leiddi til þess að ég kynntist fullt af frábæru fólki sem ég átti mjög mikið sameiginlegt með. Þau hjálpuðu mér með að finna rétta skilgreiningu fyrir sjálfan mig og ég er enn afar þakklátur fyrir það í dag. Það er sjaldgæft að finna stað á þessum aldri þar sem manni líður svo vel. – Elíott Þorsteinsson Unglingurinn minn byrjaði að mæta í Hinsegin félagsmiðstöðina fyrir tveimur árum. Nú er hann útskrifaður úr grunnskóla og það verður skrítið fyrir hann að mæta ekki lengur þangað. Fyrstu skiptin var hann mjög feiminn að fara, stóð á lóðinni áður en hann þorði inn. Starfsfólkið tók svo vel á móti honum að hann mætti reglulega eftir það. Hann fann sig vel í hópi hinna ungmenn­ anna, varð öruggari með sig og naut sín vel. Starfsfólkið var að hans sögn frábært og þau hvöttu unglingana áfram í spennandi verk­ efnum. Við foreldrarnir erum afar þakklát fyrir þeirra góða starf. – Móðir þátttakanda í starfi Hinsegin félags­ miðstöðvarinnar Hinsegin félagsmiðstöðin er yndislegur staður. Staður þar sem dætur mínar finna fyrir öryggi og finna að þær eru ekki dæmdar. Mér sem foreldri líður líka vel þegar þær eru þar því að ég veit að þar eru þær í öruggum höndum. Starfsfólkið þarna er frábært og mætir öllum börnum eins og þau eru og sýnir þeim auðsjáanlega umhyggju. Þær hlakka til að mæta í Hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi. Ég er mjög þakklát fyrir Hinsegin félagsmiðstöðina. – Móðir þátttakenda í starfi Hinsegin félags­ miðstöðvarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.