Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 35

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 35
35 okkur að ímynda okkur og skissa drauma­ þjóðbúninga og unnum síðan úr þeim með Idu Björs sem tengdi hugmyndirnar við sænsku búningaarfleifðina.“ Útlit Bäckadräkten er að mestu innblásið af búningum frá miðhluta Svíþjóðar en trans tákn eru þéttofin í búninginn — bókstaflega! Vestið er ofið úr litum trans fánans, hvítum, bleikum og bláum. Hattinn sem fylgir með búningnum mætti líka sjá í hýru ljósi. Í upp­ hafi höfðu Fredy og teymið kafað ofan í gögn textílsafnsins og hatturinn var með því mest hinsegin sem þau fundu. „Í næsta nágrenni við safnið var til kvenþjóð­ búningur með einslags karlahatti. Hatturinn var agnarsmár og var komið fyrir yfir snúð í hári, snoturt höfuðfat sem leit eiginlega meira út eins og kóróna en hattur. En það sem einkenndi konurnar á þessu svæði var hvað þær voru sjálfstæðar, karlarnir voru flestir kaupmenn og voru mikið fjarverandi, jafnvel hálft árið. Konurnar sátu því eftir og voru engum háðar, þær gátu hagað lífi sínu eftir eigin höfði. Þar með fengu þær mikið frelsi til að þróa eigin klæðaburð og það er talið líklegt að konurnar hafi ákveðið í sam­ einingu að taka upp þennan fína karlahatt og brjóta þannig hefðbundnar kynjareglur í klæðaburði. Svo getur auðvitað líka verið að einhver karlanna hafi komið heim færandi hendi með hatt úr annarri sýslu. En fyrri skýringin er svo góð feminísk saga að ég kýs að trúa henni,“ segir Fredy og brosir. Tilgangur Bäckadräkten, og annarra kyn­ hlutlausra þjóðbúninga, er að veita öllum frelsi til að finna rætur sínar í þjóðlegri búningaarfleifð án þess að það þurfi að vera bundið ákveðnu kyngervi. Þó er ekki vanda­ laust að eignast slíkan búning, bæði er það dýrt og tímafrekt en svo leynast í þjóðbún­ ingasenunni einstaklingar sem hafa fest sig í þeirri meiningu að ekki megi hrófla við búningunum í þeirri mynd sem þeir eru núna, jafnvel þó það dragi ekkert úr gildi eða fegurð þeirra þjóðbúninga sem fyrir eru að búa til eitthvað nýtt. Það er mikilvægt að setja þjóðbúningana í samhengi við söguna og stöðu hinsegin fólks á þeim tíma sem þeir þróuðust. Búningarnir endurspegla samfélag þar sem talið var að kynin væru eingöngu tvö og að hefta þróun kynhlutlauss þjóðbúnings á grundvelli virðingar við eldri búningana mætti túlka sem áframhaldandi útilokun á hinsegin tilveru. Undirrituð vill því hvetja áhugasöm um kynhlutlausan þjóðbúning að slá til, víst er að það er ómæld þörf á þjóðlegum kynusla í íslensku þjóðbúningasenunni! Folk Costumes for Everybody Fredy Clue is a Swedish folk musician that created Sweden’s first gender-neutral folk costume, Bäckadräkten. European folk costumes developed mostly along the lines of the gender binary, leaving little room for gender nonconformity. Fredy's mission was to fill in that gap, giving queer people an opportunity to express their national ident­ ity through clothing while celebrating their gender expression. The costume was made in collaboration with Swedish clothing designer Ida Björs and a focus group of non- binary people. Their vision came together in Bäckadräkten where the male and the female were merged in a sort of pants-skirt and the trans identity celebrated by weaving the colours of the trans flag into the vest.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.