Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 43

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 43
43 Skápurinn opnaður Eftir því sem leið á þrítugsaldurinn fór ég að finna fyrir löngun til að opna mig um tvíkynhneigð mína við fleiri en bara kærustuna mína og allra nánustu vini. Ég var búinn að skrifa Facebook-færslu árið 2015, ætlaði að koma út úr skápnum opinberlega þá, en endaði á að stroka færsluna út. Af hverju að vera að básúna svona á Facebook? Hverjum kemur þetta við? Við tvö hamingjusöm í okkar sambandi og hvað myndi fólk nú halda ef ég færi að blaðra eitthvað um tvíkynhneigð mína á samfélagsmiðlum? Mig langaði til þess að opna upp á gátt, en hætti við. Löngunin hvarf þó ekki. Aftur koma góðar fyrirmyndir við sögu. Árið 2018 ákvað góður vinur minn, Jóhannes Þór, að skrifa Facebook-færslu og koma þannig út úr skápnum sem tvíkynhneigður. Hann, eins og ég, er hamingjusamlega giftur tvíkyn­ hneigður maður í gagnkynja langtímasam­ bandi. Hann ruddi þannig ákveðna braut. Um þessa reynslu sína skrifaði Jóhannes tímamótagrein í þetta sama rit fyrir tveimur árum síðan. Kynhneigð fólks er almennt ekki leyndarmál, heldur bara einhver hversdagslegur hluti af sjálfsmynd hvers og eins. Og þannig á það líka að vera um tvíkynhneigð, þótt hún sé eðli málsins samkvæmt oft ósýnilegri en gagn- og samkynhneigð. En þetta er hluti af sjálfsmynd minni og þess vegna langar mig að það sé opinbert, rétt eins og ég fer ekki leynt með að ég sé royalisti, forfallinn Hafnfirðingur, hobbiti að eðlisfari og Bowie- aðdáandi. Það var svo fyrir ári síðan, 2023, að ég ákvað að koma opinberlega út úr skápnum. Ég gekk í Gleðigöngunni undir fána tvíkyn­ hneigðra og skrifaði færslu á Facebook á degi tvíkynhneigðra nokkrum vikum síðar, þar sem ég tilkynnti þetta vinum og fjölskyldu, vinnufélögum og bara hverjum þeim sem algóriþmum Facebook þóknaðist að láta vita. Bæjarar allra landa, sameinumst! Það skiptir mig meira máli en ég hefði haldið að vera opinn með hinseginleika minn. Í þessu felst einhver lífsfylling sem erfitt er að koma í orð. Hinseginleikinn er hluti af sjálfs­ mynd minni — hluti sem mér þykir vænt um. Ég á hann sameiginlegan með öllu regnboga­ samfélaginu okkar, þótt reynsla okkar allra sé ólík. Í upphafi þessarar greinar vakti ég athygli á þeirri staðreynd að tvíkynhneigðir íslenskir karlmenn — sem við vitum að er stór hópur, líkindafræðin lýgur ekki — virðast öðrum fremur halda sig inni í skápnum, í stað þess að ljúka honum upp og njóta þess að finna lífsfyllinguna í hinseginleikanum. Getur verið að ein af ástæðunum fyrir því að bi strákar eru ekki að koma út úr skápnum, sé að fáir bi strákar eru að koma út úr skápnum? Að þá skorti þær fyrirmyndir sem ég var svo lánsamur að hafa í mínu nærumhverfi? Öll þurfum við að vega og meta hvort og hvenær og hvernig við komum út úr skápnum — vonandi geta sem allra flest okkar gert það á eigin forsendum, þegar við erum tilbúin til þess. En tökum með í reikninginn að með því að stíga skrefið, getum við aukið sýnileikann og þannig stuðlað að samfélagi sem er fjöl­ breyttara og fallegra. Tví-/pan-/omni-kynhneigð Í þessari grein nota ég skilgreininguna „tvíkynhneigð“. Í mínu tilfelli gæti ég allt eins notað „pankynhneigð“ eða „omnikynhneigð“. Á fjölmennu málþingi um tvíkynhneigð á nýliðnum landsfundi Samtakanna ‘78 var mikill samhljómur gesta um að í orðinu „tví­ kynhneigð“ felist ekki sá skilningur að það þýði að maður hrífist bara af tveimur kynjum eða að það sé einhver útilokun falin í því. Miklu heldur þýði tvíkynhneigð að hrífast af eigin kyni og öðrum kynjum. Fólk getur að sjálfsögðu lagt persónubundinn skilning eða merkingarmun á þessi þrjú hugtök en í stórum dráttum eru þetta mjög skyldar skilgreiningar. The Freeing Feeling of Visibility Bisexuals probably represent the largest group within the LGBTQ+ umbrella, but where are all the bi men? Bisexual people are overall not very visible within Icelandic society and bi men may be some of the least visible, often never coming out of the closet. This bi man remembers coming out again and again, as bi-erasure is a well-known phenomenon. However, the freeing feeling of being oneself, openly and honestly, cannot be put into words. Perhaps we just need more role models, for more men to feel comfortable enough to come out as bi. There certainly are a lot more of us out there and I will continue to ask my brothers: “If you suddenly found David Bowie, young and vivacious, lying in your bed — would you kick him out?”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.