Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 77
77
Hamraborg Festival er lifandi listahátíð sem
haldin er árlega í lok ágústmánaðar mitt í
hjarta Kópavogs. Hátíðin fer nú fram í fjórða
sinn, frá 29. ágúst til 5. september, en á dag
skránni verður fjöldi viðburða, sýninga og
listasmiðja á vegum hinsegin listafólks sem
fæst við hinseginleikann á eigin forsendum.
Þá taka þátttakendur yfir verslunar- og skrif
stofurými, veitingastaði, menningarhús
og almannarými á Hamraborgarsvæðinu,
þar sem listin leikur lausum hala og öll eru
hjartanlega velkomin!
Upphaf hátíðarinnar má rekja til listamanna
rekna rýmisins Midpunkt, sýningarrýmis
í Hamraborg, en Midpunkt var stofnað og
rekið af þeim Ragnheiði Sigurðardóttur
Bjarnason og Snæbirni Brynjarssyni frá árinu
2018 til 2021. Þá var Hamraborg Festival fyrst
haldið árið 2021 en þrátt fyrir að hátíðin sé
runnin undan rifjum sýningarrýmisins var
eitt meginmarkmiðið að breikka svið þess
og möguleika til sýningarhalds með því að
búa til vettvang fyrir fleiri listamenn og enn
fjölbreyttari verkefni, ásamt því að auðga
menningarflóruna utan Reykjavíkur. Nú er
hátíðinni svo stýrt af hópi hinsegin listafólks,
þeirra Agnesar Ársælsdóttur, Joönnu Paw
łowska og Sveins Snæs Kristjánssonar.
Frá því að hátíðin hóf göngu sína hefur
markmiðið verið að fagna mannlífi og menn
ingu Hamraborgar, sérkennum hennar, sögu
og arkitektúr, auk þess að efla tengsl við
nærsamfélagið og íbúa svæðisins. Þá hefur
frá upphafi verið lögð áhersla á að bjóða fjöl
breyttum hópi listafólks tækifæri til að taka
þátt, ekki síst með tilliti til þess að svæðið
sjálft einkennist af miklum fjölbreytileika,
en þannig er jafnframt leitast við að styðja
við listafólk sem hefur mögulega átt erfitt
uppdráttar innan senunnar og tryggja á þann
veg að öllum líði vel á Hamraborg Festival.
Eins er þetta í samræmi við stefnu hátíðar
innar um að sýna verk hinsegin listafólks og
gera tilraun til að hinsegja ólík rými.
Í ár eru leiðarstef hátíðarinnar samvinna,
samtakamáttur og sameiginlegir draumar —
stef sem gera okkur kleift að byggja brýr og
sjá fyrir okkur mismunandi framtíðarmögu
leika sem rúma hinseginleikann. Listafólk
sem tilheyrir hinsegin samfélaginu setur því
sinn lit á dagskrá hátíðarinnar með fjölda
viðburða og sýninga. Að sama skapi munu
ýmsir listahópar eða listamannatvíeyki taka
þátt í hátíðinni, auk þess sem þar má sjá sam
starfsgjörninga. Meðal hinsegin þátttakenda
í hátíðinni eru: Kamil Wesołowski, Sadie
Cook, Ynda Eldborg, Rakel Andrésdóttir,
Birkir Mar Hjeltested, Veðurvinir (Logn
og Regn Sólmundur), Emil Gunnarsson og
Sigtýr Ægir Kárason.
Joanna Pawłowska, sem er einnig þekkt sem
Jo, segir um möguleika hátíðarinnar: „Þegar
við komum saman og lítum til framtíðar
höldum við mikilvægu samtali um sögu og
sérkenni Hamraborgar gangandi. Með þetta í
huga vildum við búa til vettvang fyrir áfram
haldandi samtal, sem er jafnt til þess fallið
að varpa ljósi á drauma okkar og hvaðan við
komum — á töfrana sem við búum yfir hérna
mitt í hjarta Kópavogs.“
„Hamraborg er full af sköpunarkrafti og við
njótum mikils stuðnings frá Kópavogsbæ,
sem skiptir sköpum. Við erum einnig svo
lánsöm að eiga sterkt bakland, þ.e. öflugan
hóp af fólki og samstarfsaðilum sem telja
það mikilvægt að styðja við hátíðina, að
sýna stuðning við listræna tjáningu í ótal
myndum, og hafa trú á gildi samtaka
máttarins og getunnar til að láta sig dreyma,“
segir Jo.
Fyrir sitt leyti bætir Jo einnig við: „Ég flutti
hingað til lands frá Póllandi en ég tilheyri
hópi þeirra sem eru hinsegin og kynsegin,
auk þess sem ég er listamaður. Mín helsta ósk
um að skapa, taka virkan þátt og virkja aðra
listamenn og þenkjandi fólk grundvallast
á vissu um það að ef við gerum eitthvað
saman og styrkjum hvert annað, þá muni það
gagnast okkur öllum á svo marga vegu og
blási lífi í nýjar hugmyndir. Enn sem fyrr er
hátíðin því rekin í því markmiði að styðja við
ólíka listamenn og efla samstarf.“
Varðandi það hvernig sjá má hinseginleikann
í almannarýminu á Hamraborg Festival hefur
Jo þetta að segja: „Hinseginleikinn birtist
í alls konar myndum. Þegar við virkjum al
mannarýmið sem sýningarrými verður listin
aðgengileg öllum án takmarkana, þar sem
við fáum öll að njóta hennar, óháð aldri, kyn
vitund, samfélagsstöðu, eigin bakgrunni eða
lífsreynslu. Þegar við virkjum hversdagsleg
rými — verslanir, skrifstofur, veitingastaði
— ýtum við undir þá hugmynd að þessi rými
tilheyri okkur öllum og séu staðir fyrir öll til
að koma saman. Með því að hinsegja rýmin
brjótum við í bága við hefðina og litum út
fyrir línurnar, sem er alltaf spennandi.
Jo bætir við að lokum: „Það sem mér hefur
alltaf þótt áhugavert er að skoða hvernig
við notum eiginlega almannarými. Hvað er
eiginlega rými? Hvernig getum við nálgast
og notað almannarými á nýjan hátt sem lista
menn? Hvernig getum við stofnað til sam
tals og búið til nýjar tengingar þar sem við
bjóðum öðrum að fást við þetta samhengi og
kanna sögu Hamraborgar? Með því að bjóða
fjölbreyttum hópi listamanna að takast á við
almannarýmin í Hamraborg fáum við að
fylgjast með því hvernig þau nálgast rýmin
og endurtúlka þau út frá eigin aðferðafræði,
þar sem það eru óteljandi möguleikar til að
vera skapandi og vinna saman.“
Hægt er að kynna sér Hamraborg Festival á
heimasíðu hátíðarinnar hamraborgfestival.is.
Hamraborg Festival: An Attempt at
Queering Hamraborg
Hamraborg Festival is an annual celebration
of arts and togetherness in the heart of
Kópavogur. The fourth edition, taking place
between August 29th and September 5th,
will showcase a variety of queer artists and
workshops that deal directly with being
queer and the act of queering as transgressive
practice. The festival’s artists show their
works in local shops, offices, restaurants,
culture houses and public spaces located in
Hamraborg, where art is everywhere and
everyone is welcome!
For more information about Hamraborg Festival,
please visit hamraborgfestival.is.
Viðtal við Joönnu „Jo“ Pawlowska
Sveinn Snær Kristjánsson
Hamraborg Festival
Tilraun til að hinsegja Hamraborg