Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 83

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 83
83 Stolt hinsegin manneskja sem ætlar aldrei að hætta að vera sýnileg Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir semur lag Hinsegin daga í ár. Margrét er yfirleitt kennd við hljómsveitina Vök en hún stofnaði hana árið 2013 og hefur sagt að hún líti á sveitina sem barnið sitt. Vök bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2013 og hefur Margrét verið á fullu í tónlistarbransanum síðan þá en í dag er hún einnig meðlimur í hljómsveitinni GusGus ásamt því að semja tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Hún er einnig í þann mund að hefja langþráðan sólóferil. Fór til baka um 17 ár í huganum „Þegar hann Alexander Aron, stjórnarmeð­ limur í Hinsegin dögum, heyrði í mér með að gera lagið fyrir hátíðina í ár fór hausinn minn strax til baka um svona 17 ár þegar ég var að fara á mitt fyrsta Pride,“ segir Margrét um tilfinninguna þegar hún var beðin um að semja lagið í ár. „Ég man það svo skýrt hvað ég fann fyrir þessari sterku tilfinningu að tilheyra.“ Þetta var um það leyti sem Páll Óskar hafði slegið í gegn með laginu „Inter­ national“ og talaði Margrét um að í minn­ ingunni hafi það lag hljómað út um allt þetta fyrsta skipti hennar í Gleðigöngunni. „Það má segja að þetta sé mitt útkomulag þannig að ég varð eiginlega að fá Palla til liðs við mig í þessu lagi,“ segir Margrét. „Ég fæ alltaf fiðrildi í magann við að hugsa um þessa tíma, þetta var svo spennandi og maður upplifði algjöra gleðivímu. Fyrir mér hefur Pride einkennst af gleðivímu síðan og þess vegna fannst mér „Gleðivíma“ fullkominn titill fyrir lagið“, segir hún og bætir við að Hinsegin dagar hafi ætíð verið henni mikil­ vægir: „Ég get ekki sett það í orð hversu mikilvægt það var fyrir mig að Pride var til á þessu tímabili í mínu lífi.“ Siggi Gunnars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.