Freyja - 01.03.1899, Page 8

Freyja - 01.03.1899, Page 8
8 FKtlYJA, MARZ OG APlíIL 1830 vzyj a . íslenzkt kvennklað g'eiið út af Mrs. M. J. Benedieteson Selkirk Man. Kemur út einvisinni í mfinvtði og kostar: um árið..................$ 1,00, um 0 mánuði..............$ 0,50, am 8 mánuði...............$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- fiildum d 'Uki 25 e. á stærri auglýs- ingum afslátt.ur eftir stærð og tíma- lengd. Hvenær sem kaupandi skiftir um bústað er hann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða ann- að, sem ekki sneitir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. O. Man. Canada. Rit.stj >ri (Editor). Mrs. M. J. Benedictsson. Bókafregn. J. M. Bjarnason: l.jóðmæli. ý Ijóðabók eftir J.M.Bjarnason er nýkom:n út.Oss heínr verið sent eintak af henni og ver höfum yíirfarið hana fljótlega. Mörg kvæð:n eru almenningi áður kunn gegnum llöðin. Hvernig líkar þér bókin? er spurningin sem gengur frá manni til manns. Hið fyrsta atriði í vorutn augum verður þetta: Er bókin sið- ferðislegs efnis? Hefur hún betrandi áhrif á Iesendur sína? Svarið verður ótviræðlega já. Fri upphafi til enda bókarinnar má segja að hvergi finn- ist annað en mannúð og göfgi. Mannástin og hluttekningin í kjör- um hinna bágstöddu og undirokuðu skín út úr nálega hverju kvæði. Það er eins og skáldið hafi verið al- staðar þar sem sorgin átti heimaþar sem mennirnir líða, og hlutekningin er alstaðar innilega einlæg. Það virðistsem honun svipi hvað tilfinn- ingar snertir til þýzka skáldsins Heine,enda mun hann vera uppáhald og fyrirmynd þessa unga höfundar. Það eru tvö kvæði sem sérstaklega vekja athygli vort fyrir þítð, hversu snildarlega höfundurinn fer með svo afar viðkvæmt efni—efni sein svo mörgum hefur mislukkast að fara með. Kvæðin eru þessi: „Hún var íslenzk“ og ,,Við gluggann.“ Bæði kvæðin eru keimlík að efni. Báðar áttu stúlkurnar unnusta, báðar höfðu trúað þeim of vel, og báðar liðu á svipaðann liátt fyrir það oftraust. Þriðji partur í síðara kvaiðinu er sérlega góður; í hohum er þessi vísa: „Við sama gluggann hún síðar stóð með sorgina á enninu bjarta, af baráttu lífins svo mædd og móð, með margstungið blæðandi hjarta.“ Og enn fremur; „Ilún kvatt hafði einasta soninn sinn, o- s. frv. Þessi eina setning skýrir allt ástalíf hennar. Þar er ekkert óvirðulegt orð, ekkert sem mann hrylli við. Það er aðeins mannúðleg hluttekn- ing, frásaga svo ofur einföld, en átakanlega viðkvæm og eðlileg, full af lærdómsríkri viðvörun. Svo kem- •ur fjórði þátturinn í þessu sama kvæði; það er ekki gott að segja hvert af þeim fjórnm vísu-erindum er bezt; þau eru öll góð. „Gríinur frá Grund,“er einkenni- iega þjóðernislegt kvæði. Þar er skáldið með forn-íslenzkar lyndis- einkunnir snildarlega framsettar. En það eitt þykir oss að, er skáldið segir: „því tíðum var tárvot hans brá.“ Oss skilst að skáldiðséað lýsa þrekmanni og dulum aðsama skapi, en vér lielðum haldið að Isleuding- ur af þeirri tegund sæist ei „tíðum með tirvota brá.“ „Smalad.eagurinn,“ „Húðarldár- inn,“ „Mokarinn," „Fátældingur- inn,“ „Islenzki sveinninn á sjúkra- húsinu,*" „Litla stúlkau" og „Hann langar heim,“ eru livert öðru blíðara og viðkvæmara. „0 flyt þú hann, liyt þú hann heim,“ Þráin í þessu eina vísuorði í kvæðinu „Hann langar heim“ er óviðjafuanlega djúp og einlæg, og endurhljómar vafa- laust í mörgu íslenzku hjarta. Kvæðið „Til rangeygra ritdóm- ara,“ er nokkuð teiskt, en ef til vill, eitt af höfundarins beztu kvæð- um. I Því felst mikið af skarpri gagnrýni ogsannleik,—sannleik sem ungir rithöfundar þekkja svoundur vel. Þá er fvrsti parturinn af kvæðinu „Systir mín“ reglulega skáldlegur. Og þstóa: „og þeir vita ekki, að til ertx svíðandi sár, er sífelt blæða inn‘ ‘ í sama kvæði er átalcanlega sagt. Þær snerta líka viðkvæma strengi í h jarta hversmannsþessar setningar, í kvæðinu „Líkfarar-Söngur:“ „Og gangau er þung fram að graf- ar þró, þó gitan séekki löng.“ Kvæðin: „Til Jóhannesar Sigurðs- sonar,“ og „Gestur Oddleifjson,“ eru fornhetjuleg og skál lleg kvæði, og merkilega góð lýsitig á háð iui mönnunum. Það sem vtri búning kvæðanna snertir, þá ætlum vér að hann hefði getað verið betri, að minnsta kosti mjög víða. Það vill til að höfuðstöf- um er of aukið. Fyrir kemur líka, að þeir eru á röngum stað, (og ekki örgrant að þá vanti með öllu) og or- saka rangar áherzlur,er óneitanlega lýtir rímið. Einn'g kemur það fyrir að braglínur eru nokkrum atkvæð- um of langar, er gjörir kveðskapinn stirðari og óáheyrilegri. Aftur á móti eru þau auðskilin, málið er iétfc og fjarri tilg'erð og óþarfa rembing og Iætur liöf. jafnan ríiuið víkja fyrir milinu. Þessi litla Ijólabók ætti skilið að vera á hverju heimili sökum hinna góðu siðferðis'.hrifa sem hennihljóta að vera samfara. Vör óskum höfundinum tií lukku, og þökkum lionum fyrir starf sitt, einnig óskuin vér að hann hljóti þi viðurkenningu sem hann á skil- ið, sem „skáld lijartans11 eins og einstöku menn liafa þegar kallað hann. efur þú lesið ,,Quo Vadis“ — söguna eftir Iiinn fræga spánska höfund Henryk Sienkiewicz? Þannig spyr nálega hver maður. S igui er historisk, og fer fram í Róm á dögum Nerós, og hann gengur gegnum alla söguna. Flestum mun vera af veraldarsög- unni kunnugt um hryðjuverk þessa grimmlundaða keisara, og kynni því að vera forvitni á að sjá hvernig skáldinu tekst aðná skaplyndi hans og sameina hinar sundurleytu lynd-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.