Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 20
FRKYJA, MARZ Ofi APRIL 18;if).
20
SELKIRK.
Veturinn kvaddi kutdalegfi,
og sumarið heilsaði engu blíðtegar,
liöi' uin slóðir snjóaði til mtina, þá
er nú snjórinn loksins farinn, og
kominn vorhlter og hiýindi.
Borgfjíirð <h Norinann Iiafa keypt
verzluuarbúð þeirra Johnson &
Skagfeld, og' ern í undirbúningi með
að setja þ;ir upp „bakery.“ Mr. Nor-
mann hefur verið undanfarinn tíma
hjá Speers, liinum ágæta bakara í
V.innipeg, og'er ágætur bakai’i.
Þeir félagar eru í þann veginn að
láta byrja á að byggja ofninn, og
búast við að geta bvrjað að baka
mn miðjann næsta mánuð. Islend-
ingar munu sjá sér hag í að verzia
við þá félaga. Þeir eru báðir góðir
drengir; Freyja óskar þeim til
lukku.
Johnson & Skagfeld hafa hætt við
verzlun, og selt. Borgfj. & Normann
búð sína. Mr. Skagfeld er norður
með vatni í verzlunar erindnm fyrir
siálfann sig.
Hr. Jón Jónson og ungfrú Bjórg
Jónsdóttir, bæði til heimilis hér í
Selkirk, hafa verið gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Bjarnasyni
siðan Freyja kom út síðast. Freyja
óskar þeim innilega til lukku.
Ivvennfélagið „Vonin“ hélt sam-
komu 20. marz. Aðal „programme“
var blutavelta og dar.s, fór hvoru-
tveggja vel fram, en sérstaklcga
tókst stúlknnnm '7(‘l að stjórna lilut-
aveltunni, þær stjórnuðu henni
sjálfar.
Oss hefur verið sagt að söfnuður-
inn hafi haft samkomu í kyi'kjn
sinni 10. Apríl.
Safnaðarkvennfélagið hafði sam-
koiuu að kvökli sumardagsins
fynga—,,hox soeial.“
ifrs. Sjefanía Vigfúsdóttir Eldon
hefur keypt fasteign hr. Jóns Gísla-
sonar oger lluttþangaðmeð verzlun
sína.
Sigvaldi Nordal hefur leigt búð
i[rs. S. V. E. og ætlar að verzla þar
framvegis, bann heldur áfram greið-
asíilu sinni jafnframt.
Hér hafa myndast tvö lestrarfélfig
í vetnr.
Hr. Jón Gíslason er búinn að fá
nýja vél enn, „Stereoptiean.“
Með þes-ari vél getur hann sýnt
allt Cubastríðið með myndum og
alla merkustu staði s ríðinu viðkom-
andi. Innan skamms hevrist meira
nm það.
Til sölu Ióð á Main st. Ieitið upp-
lýsinga á skrifstofu Frevju.
Lestrarfélagið „Ljósið:“ Forseti:
Þorgils Asmundson, Skrifari: S.
B. Benedictsson, Féhyrðir: H.
Baehmann, Bókvörður: mrs. M. J.
Benedietson. Félagið á þegar allinik-
ið af skemmtilegum og fróðlegum
bókuiu. Arstillag 25c.
Til söln snotur fasteign á hentug-
um stað í bænum, vægir borgunar
skihnálar—nj plýsingar á skrifstofu
Frevju.
SMÆLKL
Þessi litla siiga sýnir hvernig
skólasveinar léku prófessor Vinky.
Hann var vanur að haf.i upplestur
fyrst af öllu á morgnana. Einusinni
sem oftar ávítaði hann sveina sina
liarðlega fyrir óstundvísi, og réði
þeim tii að kanpa sér vekjara
klukku til að vekja þá á morgnana.
Næsta morgnn kallar prófessorinn
á fyrsta sveininn til að lesa eins og
hann var vanur. Þegar pilturinn
var byrjaður að lesa, drynur í vekj-
araklukku í vasa annars sveins í
hinum ehda salsins, en þegarhún er
búin, teknr önnur til, og með því
meiri hávaða seni liún var nær.
Þannig gekk það koll af kolli í
fullann hálftíma, ekkert orð beyrð-
ist fyrir klukkm>um sem hringdn í
sífelln hver á eftir annari.
Prófessorinn sem var glaðlyndur
og fyndinn, skildi hrekkinn og
bað þá liætta lestrinum, því auðsæ-
lega vora enn margar klukkur, að
dæma eftir töiu piltanna. En er
hann spurði eftir orsökinni, sögðust
piltarnir hafa fylgt ráði hans ogall-
ir keipt sér vekjara klukkur til að
halda sér vakandi meðan á lestrin-
um stæði.
St. Louis Globe.
Það er fitt sem kemur læknir ver
en að vera sóttur á næturlagi þegar
lítið eða ekkert er að.
Einusinni var læknir einn sóttur
cg beðinn að flýta sér, því líf sjúkl-
ingsins lægi við. En þegar hann
kom til sjúkl.ngsins, sem var auð-
ug'ri að mammon en hugrekki, varð
hann þess brátt var að hann var að-
eins lítið meiddur—hafði skorið sig
ofurlítið.
Læknirinn lét á engu bera, nema
sendi þjón sinn eftir meðölum, og
bað hann flýta sér sem mest hann
mætti. Svosettist hann hjá sjúkl-
ingnum, og beið óþolinmóðlega.
„Eg vona herra minn, að þ:ið sé
engin sérleg bætta á ferðum,“
sagði sjúklingurinn með öndina í
hálsinum.
J ú jú, það er hætta á ferðnm, því
nema þjónninn hlaupi alt hvað af
tekur, verður sárið gróið áður en
meðiilin koma,“ svaraði læknirinn.
„I gær dó ög og nú vil ög fá lífs-
ábyrgð mina útborgaða." Með þess-
um orðum gekk sjónleika mað uinn
Peter Níelsson inn á skrifstofu lífsá-
byrgðar félags eins, en verkamenn
félagsins urðu steinhissa.
Frá sjónarmiði iéhigsins varþetta
rett. Gjaldtími þeirra sem vátryggð-
ir voru í þessu félagi tekur enda þeg-
ar maðurinn hel'ur náð 90. aldri. En
það kemur ekki oft fvrir að menn
nái þeim aidri, en þaðan af sjaldnar
kemur það fyrir að þeir heimti þá
sjálrtr lífsábyrgð sína útborgaða, og
þessvegna urðu allir á skrifstofunni
svo hissa þegar Níels ganili kom
inn og 'yrti á þá, á þenna óvanalega
hátt.
Anðvitað fékk gandi maðnrinn
iífsábyrgð sína útborgaða, og hinn
„dauði“ fór heim aftur glaður í
bragði og $2000 ríkari en hanii fór
að heiraan.
Decorah Posten.
J^REMEMBER THE MAINE.
Með þessum árgangi gefum vér
mynd af herskipinu MAINE.
KAUPIÐ FREYJU