Freyja - 01.05.1901, Qupperneq 3
FIiEYJA
l>3
Þá mun sá guð, er veitti frægð til forna,
fósturjörð vora reisa endurborna,
þá munu bætast harmasár þess horfna,
hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.
Vetrarlok.
[Þessi tvö eftirfarandi kvæði voru flutt á samkomu Safn -
aðarkvennfélagsins í Selkirk á sumardaginn
fyrsta 1901.)
Lap: Oft kallar liugur á þig blídum rómi.
Að segulási svífur liæruskotinn
inn svalbrjóstaði — vorum byggðum frá—
Vindlónason, með hrukkur, herðalotinn,
með hjarta kalt og svelli krýnda brá,
um hálfs árs dvöl, að fyllast fjöri nýju
við frost og Is, við norðurhjara skaut;
á meðan sumar fórnar hjarta hlýju
og huggar, gleður, eyðir sorg og þraut.
Hvert auga gleður geisli vorsins hlýja
og glæðir nýja von í hverri sál
þá vetur verður fyrir sumri’ að flýja
með frost og snjó og gadd, um sumarmál.
Ó, blessuð stund, er bjartir lækir renna
og blikar lundur, vorskrýddur á ný.
Ó, signuð stund, er sólarkindlar brenna
og senda nýjan lífskraft byggðir í-
Ó, far þö, vetur, vel til Jötunheima,
svo vorsins ylur komist til vor lieim,
og hinnig nái’ úr hjörtuin vorum streyma
liver heiptar fs sem kann að bfia’ í þeim.
Iæyf vorsins sól að yla allt hið kalda,
leyf ástarblómi að gróa í hverri sái,
og heyg í rústum hinna liðnu alda
hvern hatursbólstur, öll um sumarmál.
S. B. BENEDICTSSON.