Freyja - 01.05.1901, Qupperneq 4

Freyja - 01.05.1901, Qupperneq 4
64 FREYJA Sumarkoma. Lag: Inn litli fnpl frá hiýjum lieim. Nú klæðist grund í grænan kjól og geislum skautar hlýjum, því nú er runnin sumar-sól á sumarmorgni nýjum. Nú er vor á veldisstóli. Nú vaknar allt af vetrarblund, nú verður skógur fagur, nú gyllir loft og láð og sund inn ljúfl sumardagur. Nú er vor á veldisstóli. Nú syngur allt með unaðs hreim sín ástarljóðin þýðu, • og sól og blær úr suðurheim oss sanna vorsins blíðu. Nú er vor á veldisstóli. Oss morgungeislar minna á vort móðurlandið kæra og vorrar æsku unun þá, sem oss nam vorið færa. Nú er vor á veldisstóli. Vér fyllumst sælu og söknuð með, því sérhver endurminning fær bæði sælu og sorgir léð, hún sýnir tap og vinning. Nú er vor á veldisstóli. Þó vel hér flest að unum oss, vér oft með tár á kinnum með suðrænunni sendtun koss til Snælands mörgum sinnum. Nú er vor á veldisstóli. S. B. BENEÐICTSSOX.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.