Freyja - 01.05.1901, Síða 6

Freyja - 01.05.1901, Síða 6
06 PliEYJA bæði af því að hún er málari oghef- ur þess vegna æft auga fyrir litfeg- urð, og af því hún kann að stjórna. Faðir hennar og bræður voru vegg- fóðrarar og hún lærði þ'i iðn af þeim. Eftir það stúderaði hún allskonar tízku um þesskonar efni og vann svo við að skreyta leikhús fyrir leik- fölög. Og sfðast hefur hún unnið undirumsjón einhvers hins mesta snillings í þesskonar efnum — þess manns, sem fegurð sýningarinnar cr mest að þakka. Það var ekkert smáræðis verk að skreyta allar þessar byggingar inn- an, þar sem múrveggirnir voru ber- ir og ómálaðir, þurfti að gjóra það allt með fiöggum, tjöldum o; blóm- um. Peningarnir voru líka takmark- aðir. Tii þess að vita fyrir víst að peningarnir hrykkju, þurfti fyrir fram að útreikna verð á hverju ein- asta fiaggi, veggtjaldi og blómi upp áct, og mæla veggi og þakhvelfing- ar upp if þnmlung. Þeir sem hafa þetta starfáhendi skreyta bygging- arnar þar til ekki eru eftir nema 20 fet til jarðar. Þann hluta skreyta sýningardeildirnar sjálfar liver eftir sínu höfði. Hver bygging hefursinn sörkennilega lit, sem verður að stemma við muni þá er sýna átti í hverri fyrir sig. T. d. er rafurmagns- byggingin skreytt með ljósgrænu, svo liturinn kæmi ekki í bága við eða dragi úr rafljósadýrðinni. Aftur er iðnaðarbyggingin blá og gilt, völabyggingin ijós og dökkgul og námabyggingin rauð og gul o.s.frv. Ungfrú Tliorp átti að sjá um allt þctta, svo til að geta leyst það verk velafhendi, ferðaðist hún í fyrra snmar til ýmsra merkustu staða í Evrópu og koin um leið við á París- arsýningunni. Þegar hún komheim, málaði hún uppdrætti af litum þeim er skreyta skyldi hverja byggingu út af fyrir sig. Þó skrifsofa ungfrú Thorp sé lítii, er hún engu síður eftirtektaverð. A veggjunum úir og grúir af tjalda- prufum og afklippum; og gólfið er þakið af málverkum og öðrum mun- um sem síðar voru hafðir til að skreyta þessar byggingar með. Verkið sjálft n. 1. að hengja tjöldin svo vel færi og koma hverju blómi og hverju flaggi á sinn stað, var ekkert smáræði, enda hafði hún 40 menn í þjónustu sinni; og allir þess- ir menn virða hana bæði sem verk- stjóra og konu. Hún hefur engu tapað af kvennlegheitum sínum við að læra og relca sérstaka atvinnu- grein. II ún er gott sýnishorn hinna amerikönsku kvenna, sem gjöra sinn skcrf af nauðsynjastörfum heimsins, án þess að hætta að vera sannar konur. Eitt af því marga eftirtektaverða á sýningunni eru myndastytturnar, og einnig þar hafa konurnar lagt sinn skerf til. „Astaguðinn og snig- illinn“ við uppsprettu ,alsnægtanna‘ var teiknuð af ungfrú Janet Scudd- er í New York. Og fæðing „Venus- ar“ og „Atheuu“ voru tilbúnar af likneskjusmiðnum Tonett og konu hans. Þessi sama kona teiknaði líka myndastyttu Columbusar sem stend- ur framundan stjórnarbyggingunni í Chicago. Einnig er þar önnur mynd úr gibs, sem síðar var steypt úr eirblöndnum málmi. Jlynd þessi

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.