Freyja - 01.05.1901, Síða 10
70
JTIŒXJA
allar verklegar framfarir. Ég var nú
farinn að vona að karl væri orðinn
liæst ánægður með atvinnu val mitt
enda míi vera að svo hafi verið. En
það kom brátt snurða á samtalið.
,Hver á hestinn sem þú rlður?‘
spurði faðir minn.
,Séra Jón; það er reiðhesturinn
og mesta blessuð skepna. 0g prest-
ur bauð mör hann án endurgjalds.1
„Þetta týndi ög fram svo saklcys-
islcga alveg eins og þcgar ög var að
svara prestinum okkar út úr sjötta
kapitulanum á kyrkjugólfi. Þú get-
ur þvi ímyndað þör hvernig mör
muni hafa orðið við þegar faðir
minn spratt upp og sagði rneð rödd,
sein skalf af hryggð eða bræði:“
,Ekki hölt egað það kæmi á mína
daga, að sonur minn þægi hestlán
af öðrum eins óþokka, og það án
endurgjalds.1
„Með þetta stökk hann út, en ég
sat undrandi eftir, og mynntist þess
þá, að ég hafði aldrei áður heyrt
föður minn minnast á séra Jón ogþó
vissi ég að hann byrjaði búskap
í sókn lians, og gott ef ég hét e kki í
höfuðið á þessum manni, sem faðir
niinn virtist nú hata svo innilega.
Eg hefði sjálfsagt sctið þarna len'gi
hefði móðir mín ekki vakið mig af
þessum hugleiðingum. Hún lagði
höndina á öxlina á mérog sagði með
mér liggur við að segja, sinni himn-
esku blíðu:“
,Það fór illa að þú skyídir þiggja
hestlánið af presti, elsku Nonni
minn. En þó er ekki þér um að
kenna. Eg hefði líklega átt að segja
þör frá því, að hann Arni minn og
hann séra Jón eru mestu óvinir.
Þeir eru báðir vænir inenn, en
heimskulega stífir. Eins og þú veizt
byrjaði faðir þinn búskap í sókn
séra Jóns. Árni minn var hreppstjóri
og hafði þess vegna mikið saman
við prest að sælda, enda voru þeir
þá mestu mátar að því er virtist. Svo
þegar þú fæddist, vildi ég láta þi<í
heita Einar, eftir föður mínum; en
faðir þinn vildi láta þig heita í höf-
uðið á presti og því heitir þú Jón-
En næsta vetur á eftir þókti þeim
út úr einhverjum smámunum í
hreppstjórninni, svo að faðir þinn
rauk út í ófært veður um liá nótt og
var nærri því orðinn úti. Hann
sagði af sér hreppstjórninni og næsta
vor reif hann sig upp af jörðinni
sér í stór skaða og flutti hingað. Auð-
vitað var það mest fyrir milli-
göngu annara, að ekki komust
á sættir. Árni minri átti öfundar-
menn sein blösu að kolunum, annar
vildi komast á jörðina sem við bjugg-
um á, en hinn vildi verða hrepp-
stjóri og varð það líka fyrir fylgi
séra Jóns. Árni minn áleit það gert
af ásettu rúði prests að gjöra þessa
tvo menu, er okkur var í kala við,
að eftirmönnum sínum, með því líka
að hvorugur þeirra var jafningi
föður þíns að viti eða mannkostum.
Það eru tuttugu ár síðan þetta kom
fyrir, og þrátt fyrir áhrif mín á föð-
ur þinn og ftrekaðar tilraunir í öll
þessi ár, hefur mér ekki tekist að
mýkja skap hans til sætta og nú er
ég vonlaus um að það verði nokk-
urntíma. Mér er nær að halda að
sökin sé eins mikil hjá honum.‘
„Allt f einu þagnaði hún, strauk
hendinni um vanga minn þann er