Freyja - 01.05.1901, Page 14
miEYJA
74
„Viltu lofa mér því að vera róleg ef ég segi þér það? Jæja þá, Ég er
Kate þín.“
„Kate Van Ruter? — Elsku góða góða Kate! Guð blessi þig. Svo
þó hefur virkilega koinið til að sjá mig?“ sagði Rósalía og faðm-
aði vinstúlku sína að sér. Svo sögðu þær hver annari allt sem á dagana
hafði drifið stðan þær sáust síðast. Loks spurði Kate hvort hún hefði
heyrt nokkuð frá Elroy.
„Nei, ekki minnstu ögn. En hefur þú nokkra hugmynd um hvar
liann er?“
„JA, ég held nú það.“
„0, þú veizt það. Eg sé það á þér. Þú hefur komið til að segja mér
það. Er það ekki?“ spurði Kósalía með ákefð.
„Já, Rósa mín. Eg kom einmitt til þcss. Jæja, daginn sem hann
fór að heiman,fór hann á einhvern leynifund.sem nokkrir konungssinn-
ar héldu einhverstaðar skanunt frá Newark. Fundur þessi var haldinn
að næturlagi. Robert og Karmel höfðu njósnir af gjörðum þeirra, fóru
þangað mcð flokk manna og hertóku Elroy og allann flokk hans.“
„Hertóku þá? — Robert hertók Elroy'?“ Endurtók hún frásér num-
in af fögnuði.
„Já, og sleppir honum ekki heldur," sagði Kate. „Elroy gjörði sitt
ýtrasta til að losna, en það tókst ekki. Enda var Andrew þá búinn að
sjá Robert og færa honum orðsending þína. Andrew sagði að hann hefð;
orðið eins og óður maður, og ætlaði strax að þjóta af stað liingað. En
til allrar hainingju náði hann þá Elroy á þessum leynifundi. Var það
ekki merkilcgt? Það var eius og drottinn sjálfur hlutaðist til um hagi
þína og frelsaði þig á þenna hátt.“
„Já, það litur svo út. En hvað þetta gat verið hepfdlegt. Eg vona
að honum verði ekki sleppt.“
„0, það er engin minnsta hætta a því. Washington lofaði að sleppa
honurn ekki ineðan nokkur brezk herdeild væri í New Jersey."
„Ó, hvað mör þykir vænt um það. Og er þá Robert óhultur líka?“
„Eg skyldi nú segja það. Ilann drifur sig líka ágætlega, fólkið
virðir hann og Washingtou treystir honum takmarkalaust. Nei, Robert
er bezti drengur og þú mátt vera upp með þér af því að hafa unnið ást
hans.“
„Eg er það lika, og veit, að hann er verðugur fyrir ást hinnar beztu
konu. En veiztu hvernig Clöru líður?“
„Andrew segir að nú sé í brugggjörð ráð til að frelsa hana. Eg kom
frá henni núna — færði lienni bréf frá Robert, sent bróðir minn koiu
með. Eg fékk ekki að vita intnhald þess, því ráðskonan stóð yflr okkur.
Eg vildi annars óska að þeim tækist að frelsa hana.“
„Eg vona að þeiin takist það,“ sagði Rósalía með áherzlu.