Freyja - 01.05.1904, Qupperneq 1

Freyja - 01.05.1904, Qupperneq 1
 VI. BINDI. MAÍ 1904. TÖLUBLAÐ B. Til Stefáns G. Stefánssonar. LTndir nafni HagyrÖingafclagsins. V'ér nutum ei sjónar, því reykur og ryk aö rökkri oss hádegiö geröi, hver göígasta hugsjón vor grafin var kvik, viö gröf hennar launuð á veröi stóö heimskan í tízkunnar herklœöi færö, og henni af fjöldanum lotið, og einurðin fjötruð og svívirt og soerö, hvert sannheilagt altari brotið. Og fjárglöggir smalar í stíu’ eða stekk í stórhópum kindurnar flæmdu, hvern sauðinn, sem viljugast vegu þá gekk, með virðingarteiknum þeir sœmdu, og teiknið er bjalla, sem hljómar svo hátt, aö hugsun og álvktan dofnar. Þann grip hefir kyrkjan frá öndverðu átt og á hann víst þar til hún sofnar. Hver einasta sál var í æskunni beygð, um árdegi hrukkótt og lotin, hjá flestum var sannfœring seld eða leigð og sjálfstœðislöngunin þrotin. En þá komst þú, vinur, ,,á flugi og ferð“ með fermi af eldheitum ljóðum, þau ná 'hverri hugsun, sem nokkurs er verð— —:Og neisti’ er í einstöku hlóðum.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.