Freyja - 01.05.1904, Síða 2

Freyja - 01.05.1904, Síða 2
o 6 FREYJA VI. i o' Þú veizt þaö, aö stundum má búa til bál, sé blásiö að örlitlum neista, þú kveiktir í allmargri æskumanns sál þá elda, sem hiklaust má treysta, þótt skriftlœrðir veltist á hnakka og hcel og hrópi á lið til að slökkva og kaupi hvern einasta þrœlborinn þrœl— að þeim skulu neistarnir hrökkva. Gegn myrkrinu óhikað andi þinn brau/.t, þín eldskeyti ruddu sér leiðir, um drepandi óloft sem þrumuguð þauzt, er þokuna rýfur og greiðir. Þinn kraftur og táp var sem tvíeggjað sverö, þín tunga sem geislandi sunna, sem varðengill sjón þín ,,á Ifugi og ferð“— já, flugi, sem list er að kunna. Og íslenzka þjóðin um þögula nótt við þrumuna hrökk upp af blundi, nú varð ekki lengur í vöggunni rótt, því veðrið á húsinu dundi, það veður, sem þeytti burt rvki og reyk og rótum að andlegri tæring. Af eitruðum berklum var blóðrásin veik, þú bjóst henni hollari næring. Vér skoðum þig rétt eins og rótauðugt tré, með rætur í ódáins heimi, sem þrungið af ávöxtum síblómgað sé og sjálfskapta frjókrafta geymi. Og gætum vér orðið sem örlítil grein, sem yxi með tímanum þróttur, vér teljum það alls ekki tvímæli nein að til þín er lífsvakinn sóttur. Sig. Júl. Jóhanncsson.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.