Freyja - 01.05.1904, Síða 4

Freyja - 01.05.1904, Síða 4
208 FREYJA VI. i o' standa þeír allir á bambusviSi sex til tíu fet frá jörö. Er sú upp- hækkun nauösynleg, svo kofarnir fjdlist ekki af vatni og aurleðju. Hjá hverjum kofa er rœktaður ofurlítill blettur með svkurreyr, nokkur plantain-tré (grófgjörðar, trjákenndar jurtir notaðar ti! manneldis) og nokkur hæns, var með þessu séð fyrir öllum nauð- synjum þessara kofabúa að undanskildum klœðnaði, en slíkt er ekki hægt að telja þar með nauðsynjum að öðru leyti en því, að tiest þetta fólk sem komið er yfir fjórtán ár hefir mittisskýlur að- eins, en börn fyrir innan þann aldur, ganga nakin. Þetta plantain má sjóðast, steikjast eða borðast hrátt, eftir því sem hver vill. Kofabúar þessir eru hreinir svertingjar eða lítið eitt blandaðir í kyn spánverja. Eftir fjögra daga ferð lentum við í smáþorpi, sem heitir Saltiti, þar dvöldum við tvo daga og leituðum að gulli, var leirinn krökur af gullkornum á stœrð við títuprjónshöfuð og allt upp að hveitikorns stærð. En hér var loftslagið óþolandi fvrir hvíta menn, svo við bundum pjönkur okkar upp á nokkra svert- ingja og héldum áfram ferð okkar, sem nú lágegnum aur og vatn sex klukkutíma. Að þeim liðnum komum við að bœ þeim er Hanntus heitir og liggur í nesi einu eða kví, sem myndast millí Rios Dagua og Crystal ánna rétt undir fjallinu. Þar var ekki nœrri eins votviðrasamt og loftslag miklu hollara, enda stóðu inn- búarnir þar á miklu hærra siðmenningar stigi en fólk það, er við höfðum áður hitt á ferðum okkar, þeir voru spánskir og spánskir kynblendingar. Þar sáum við fyrst súkkulaðs-tréð. Ýmsar apa- og páfagaukstegundir áttu þar heima og œtluðu þeir að œra mann með óhljóðum sínum. Ferðin yfir fjöllin. Hér hvíldum við okkur f sjö daga og nutum innar mestu gest- risni af hendi innbúanna. A áttunda degi lögðum við enn af stað, en í þetta sinn vorum við ríðandi á múlösnum og höfðum aðra undir klyfjum. Ferðin gekk hægt og seint.enda lá vegurinn í einlœgum krókum og skásneiðingum upp eftir fjallinu. Þannig siðluðuin við hjalla af hjalla og sáum einatt öðru hvoru ofan yfir dalinn og var það hin fegursta sýn. Um nóttina gistum við í smáhýsi einu, kall- að Casa. Þaðan lá leiðin í austur yfir fjallakiasa hrjóstugan og illan yfirferðar. Morguninn eftir héldum við áfram ferð okkar, sem nú var ótal hættum undirorpin og lá yfir urðir og gil, hraun og sprungur, kletta og önnur firnindi, kvað svo ramt að, að við urð-

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.