Freyja - 01.05.1904, Page 11

Freyja - 01.05.1904, Page 11
VI. 10. FREYJA * 13 Læknirinn leit upp stórum augum og sagði: ,,Eg hefi aldrei heyrt að það vœri smán eða vanvirða að kalla kvennmann sínu rétta nafni. “ ,,Það var ekki nafnið sjálft, heldur framburðurinn og áherzlan á því, “ svaraði presturinn. ,,En hver eruð þér, ef ég mætti vera svo djarfur að spyrja, sem takið aðyður að verja þessa konu?“ sagði læknirinn og hló háðslega. ,,Ég er maður, sem þekki vel föður ykkar beggja, ungi herra, “ svaraði presturinn alvarlega. ,, Og föður sonar hennar lfklega líka, ‘ ‘ sagði læknirinn fok- reiður, því það fannst honum óbœrileg smán að láta segja sér tvis- var sama daginn að Helen væri systir sín, og það eftir framkomu hans gagnvart henni. ,,Já, ég þekki hann líka og veit, að hann hefði gefið yðurdug- lega á hann, ef hann hefði verið nærri. “ „Kannske yður sýnist að reyna það sjálfum?“ ,,Nei, staða mín bannar mér þess konar iðju, og samt skal ég játa að Adam gamli er enn þá svo ríkur í mér, að mér veitir örðugt að muna eftir því undir svona kringumstæðum, “ sagði presturinn og gekk snúðugt burt. „Vitið þér hvaða maður þessi lœknir er, ungfrú Helen?“ spurði presturinn, þegarhann kom inn. ,, Ég veit hver hann er, en vil hvorki kannast við hann né held- ur að hann kannist við mig,1 ‘ sagði Helen. Séra Gordon starði undrandi á Helenu. ,,Ég skil, “ sagði hann loks. ,, Mér lá við að berja hann, en ég býst við að þér sé- uð færar um að eiga við hann án minnar aðstoðar. “ ,,Þetta er falleg játning fyrir prest!“ sagði Karl hlœgjandi. ,,Ég býst við að hún sé ekki falleg, major, en mér finnst ég hafa fjarlægst prestskapinn síðan stríðið hófst, ‘ ‘ sagði presturinn. ,,Við erum öll að læra, “ sagði Helen. „Viljið þér ekki gjöra svo vel og finna Herbert Granger, séia Gordon?“ spurði Karl. ,,Jú, gjarnan. Hvar er hann?“ Helen fylgdi honum til Herberts, kynnti þá hverri ~ öðrum og lét þá svo eina saman. Presturinn heilsaði Herbert vdngjarnlega, og kvað þaö gleðja

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.