Freyja - 01.05.1904, Qupperneq 12

Freyja - 01.05.1904, Qupperneq 12
216 FREYJA VI. io. sig a5 kynnast honum, því hann hefði áöur kynnst foreldrum hans. Herbert var fremur fár, leit þó framan í prestinn og sagði: ,,Getiö þér sagt mér, séra Gordon, hvort þessi major Harlow er Karl Harlow, sem einusinni gekk á skóla í Springville?“ Þessi spurning kom svo flatt upp á prestinn að hann svaraði henni strax játandi. ,,Og konan, sem fylgdi yður hingað, er móðir hans?“ »»J^* Granger sneri sér þegjandi upp að vegg. Bráðlega leit hann þó við aftur og sagði: ,,Máske yður finnist ég ósanngjarn og slœm- ur maður, séra Gordon, og ég býst við að ég sé það líka. En móð- ir mín er dáin og ég vildi vera það líka. “ ,,Huss, þér eruð veikur, drengur minn, yður batnar og þá finnið þér nautn í lífinu, “ svaraði presturinn. ,,Móðir mín lá fyrir dauðanum og dó meðan ég lá hér og naut hjúkrunar af hendi þeirrar konu, sem eitraði æfi hennar—konu, sem hún hataði, “ bœtti Herbert við án þess að gefa sig að svari prestsins. ,,Ef þér haldið að ungfrú Harlow hafi á nokkurn hátt gjört á hluta móður yðar, þá er það röng skoðun. Faðiryðar sveik Hel- enu til þess að giftast móður yðar, sem var, eins og þér skiljið, stórkostleg móðgun í garð ungfrú Helenar, en í því eigið þér börn hans engan hlut. Eftir að hann giftist móður yðar sá hann Hel- enu ekki fyr en sonur hennar var 16 ára gamall—þegar hún fylgdi honum á skólann í Springville, “ sagði presturinn. ,,Eruð þér vissir um þetta?“ ,,Ég segði það ekki nema ég væri vissi um það. “ ,,Þetta getur verið, en móðir mín var á annari skoðun, og að hugsa til þess, að ég, sonur móður minnar, skuli verða að víkja fyrir syni þessarar konu, bara af því að hann er nú major, en ég ekki nema vesalings sléttur liðsmaður! En hvað er ég líka að hugsa! Ég væri ekki að lesa þessar harmatölur mínar ef ég hefði skapið hennar móður minnar, “ sagði hann og sneri sér til veggjar og fékkst ekki til að segja meira. Þeim Helenu og Karli þótti þetta mjög slæmt ekki síður en prestinum. En það var Wards drambið og Wards hatrið sem hér hlaut að ráða, og gjörði allar sátta tilraunir af hendi þeirra mœðg- ina árangurslausar.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.